Boðið var upp á þrjá leiki í Meistaradeild kvenna í dag og þar með lauk 10. umferð. Dagskráin í dag hófst á leik Bietigheim og Krim sem fór fram á heimavelli þýska liðsins. Heimaliðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og voru með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn og höfðu fjögra marka forystu í hálfleik, 14-10. Gestirnir virtust taka aðeins við sér í seinni hálfleik og þegar um fjórtán mínútur voru eftir af leiknum náðu þeir að jafna metin, 20-20, og þar sem Jovana Risovic markvörður Krim fór hreinlega á kostum. Hún varði alls 15 skot í leiknum. En það var ekki mikið skorað þær fjórtán mínútur sem eftir voru en hvort lið skoraði tvö mörk og því endaði leikurinn með jafntefli, 22-22. Krim situr í sjötta sæti riðilsins með fimm stig en Bietigheim er hins vegar komið með þrjú stig.
Frábær byrjun gaf tóninn
Frönsku meistararnir í Metz tóku á móti Rostov-Don þar sem heimaliðið fór geysilega vel af stað og Per Johansson, þjálfari Rostov neyddist til að taka leikhlé eftir aðeins 75 sekúndna leik en á þeim tíma var Metz-liðið búið að skora fjögur mörk.
Gestirnir náðu þó að jafna sig á þessari erfiðu byrjun og leikurinn jafnaðist töluvert þegar leið á hálfleikinn en heimastúlkur fóru þó með eins marks forystu inní hálfleikinn, 14-13.
Rostov náðu svo að snúa leiknum sér í vil í byrjun seinni hálfleiks þar sem þær spiluðu öflugan varnarleik sem gerði það að verkum að leikmenn Metz náðu ekki að skora í heilar níu mínútur en á þeim tíma komust gestirnir í fjögra marka forystu 21-17. Heimastúlkur voru staðráðnar í því að halda áfram sigurgöngu sinni á heimavelli og náðu góðum 10-5 kafla sem hjálpaði þeim í því að landa eins marks sigri, 27-26. Metz hefur því unnið 21 heimaleik í röð núna og komst með þessum sigri uppí þriðja sæti riðilsins með 10 stig. Rostov er hins vegar enn á toppi riðilsins með 13 stig en þetta var fyrsti tapleikur Rússana í Meistaradeildinni í vetur.
Einstefna í Rúmeníu
Í Rúmeníu tók Valcea á móti ungverska liðinu Györ þar sem gestirnir litu gríðarlega vel út. En þeir náðu fljótlega forystunni og það var um tíma eins og það væri aðeins eitt lið á vellinum. Györ var með sjö marka forystu í hálfleik, 19-12. Ekki varð útlitið bjartara fyrir leikmenn Valcea í upphafi seinni hálfleiks en Györ skoraði fimm fyrstu mörkin í seinni hálfleik og jók forystuna í 24-12. Eftir það var enginn spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi aðeins hversu stór sigur ungverska liðsins yrði og fór svo að lokum að Györ vann öruggan sautján marka sigur, 37-20.
Györ heldur því áfram að setja met en þær hafa nú ekki tapað í 46 leikjum í röð í Meistaradeild kvenna og sitja á toppi riðilsins með 16 stig en Valcea eru hins vegar enn stigalausar og hafa nú tapað sex leikjum í röð.
Úrslit dagsins
Bietigheim 22-22 Krim (14-10)
Markaskor Bietigheim: Xenia Smits 6, Kim Naidzinavicius 5, Nele Reimer 4, Antje Lauenroth 2, Luisa Schulze 2, Trine Jensen 1, Amelie Berger 1, Julia Maidhof 1.
Varin skot: Emily Sando 4, Valentyna Salamakha 1.
Markaskor Krim: Tija Gomilar 5, Oceane Sercien 4, Natasa Ljepoja 3, Valentina Klemencic 3, Harma van Kreij 2, Matea Pletikosic 2, Maja Svetik 2, Samara Da Silva 1.
Varin skot: Jovana Risovic 15.
Metz 27-26 Rostov-Don (14-13)
Markaskor Metz: Orlane Kanor 6, Meline Nocandy 5, Louise Burgaard 3, Astrid N’gouan 3, Marie Sajka 3, Maud-Eva Copy 3, Daphne Gautschi 2, Camila Micijevic 1, Laura Kanor 1.
Varin skot: Dinah Eckerle 4, Hatadou Sako 4.
Markaskor Rostov: Anna Vyakhireva 5, Iuliia Managarova 4, Katarina Krpez 4, Polina Kuznetsova 3, Grace Zaadi 3, Vladlena Bobrovnikova 2, Kristina Kozhokar 2, Yaroslava Frolova 2, Viktoriya Borschenko 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 5, Galina Gabisova 3.
Valcea 20-37 Györ (12-19)
Markaskor Valcea: Evgenija Minevskaja 4, Jelena Trifunovic 3, Mireya Gonzalez 3, Elena Florica 3, Maren Aardahl 3, Alicia Fernandez 2, Asma Elghaoui 1, Corina Lupei 1.
Varin skot: Marta Batinovic 4, Daciana Hosu 4.
Markaskor Györ: Veronica Kristiansen 9, Eduarda Amorim 6, Csenge Fodor 6, Viktoria Lukacs 4, Kari Brattset 3, Stine Oftedal 2, Estelle Nze Minko 2, Beatrice Edwige 2, Dorottya Faluvegi 2, Anne Mette Hansen 1.
Varin skot: Silje Solberg 15, Amandine Leynaud 3.