- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Alfreð og fleiri, Abrahamsson, Jensen og vonir

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Alfreð Gíslaon stýrði þýska landsliðinu til sigurs á japanska landsliðinu, 35:25, í síðasta vináttuleiknum áður en bæði lið til fara til Parísar til þátttöku á Ólympíuleikunum. Leikið var í Porsche Arena í Stuttgart. Justus Fischer og Tim Hornke skoruðu sex mörk hvor fyrir þýska landsliðið. Meðal annarra leikmanna japanska landsliðsins eru Sakai fyrrverandi markvörður Vals og Kenya Kasahara leikmaður Harðar sem skrifaði á dögunum undir framlengingu á samningi sínum við félagið.
  • Vonir standa til þess að úr því fáist skorið í dag hvort örvhenta skyttan Franz Semper fer með þýska landsliðinu á Ólympíuleikana eða ekki. Hann er frá vegna meiðsla í öxl. Af þeim sökum kallaði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari inn í hópinn Kai Häfner á síðasta laugardag.
  • Sænskur markvörður, Sebastian Abrahamsson, hefur samið við handknattleiksliðið FC Porto og verður þar með liðsfélagi Þorsteins Leós Gunnarssonar. Abrahamsson kemur til Porto frá Önnereds í Gautaborg. Auk hans eru Diogo Rema og Bernardo Sousa markverðir Porto.
  • Jesper Jensen þjálfari danska kvennalandsliðsins segir það verða vonbrigði ef liðið nær ekki í undanúrslit á Ólympíuleikunum sem verða settir á föstudaginn í París. Danska kvennalandsliðið verður með að þessu sinni í fyrsta sinn í 12 ár. Bærilega viðunandi árangur að mati Jensen væri að komast í átta liða úrslit. Hann telur Frakka og Norðmenn vera með tvö bestu kvennaliðin um þessar mundir eins og undanfarin ár.
  • Danir verða í riðli með landsliðum Slóveníu, Noregs, Svíþjóðar, Þýskalands og Suður Kóreu og komast fjögur lið áfram í átta liða úrslit þegar útsláttarkeppnin hefst. Fyrsta umferð handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum verður á sunnudaginn. Karlakeppnin hefst daginn áður.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -