- Auglýsing -
- Andri Már Rúnarson skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu í 13 marka sigri SC DHfK Leipzig á heillum horfnu liði VfL Potsdam, 32:19, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari SC DHfK Leipzig sem er í 12. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 20 leiki.
- Elliði Snær Viðarsson skoraði tvisvar þegar Gummersbach vann HSV Hamburg, 37:30, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Elliða var ennfremur vikið í tvígang af leikvelli. Teitur Örn Einarsson var ekki með Gummersbach-liðinu að þessu sinni. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach sem situr í áttunda sæti með 22 stig.
- Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði tvö mörk fyrir Bjerringbro/Silkeborg í jafntefli liðsins á heimavelli gegn SønderjyskE á heimavelli í gær í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 31:31. Liðin skoruðu hvort sitt markið á síðustu 10 sekúndum leiksins, þar jafnaði SønderjyskE metin á síðustu sekúndu. Hafnfirðingurinn átti einnig eina stoðsendingu.
- Bjerringbro/Silkeborg er í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 20 leiki.
- TTH Holstebro, liðið sem Arnór Atlason þjálfar í dönsku úrvalsdeildinni, gerði jafntefli við Skjern, 30:30, í grannaslag á Jótlandi í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. TTH Holstebro fékk vítakast 20 sekúndum fyrir leikslok en Tim Winkler markvörður Skjern varði vítakastið.
- TTH Holstebro er í 9. sæti með 19 stig að loknum 20 leikjum. Skjern er stigi á eftir.
- Grétar Ari Guðjónsson markvörður Ivry og hans liðsfélagar unnu Cesson-Rennes á útivelli, 31:29, í efstu deild franska handknattleiksins í gærkvöld. Grétar Ari kom lítið við sögu í leiknum, var sendur að vettvang til að freista þess að verja vítakast en tókst ekki að verja. Ivry er neðst í deildinni með fimm stig, fjórum stigum á eftir Istres sem er næst neðst.
- Auglýsing -