- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Anton, Jónas, Ekberg, Wiklund sýpur seyðið

Anton Gylfi Pálsson, dómari. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -
  • Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa verið settir dómarar á viðureign Telekom Veszprém og FC Porto í 4. umferð í B-riðli í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla. Leikurinn fer fram í Veszprém miðvikudaginn 11. október.  Þetta verður annar leikur þeirra félaga í Meistaradeildinni á leiktíðinni. 
  • Sænski handknattleiksmaðurinn Niclas Ekberg hefur ákveðið að gefa ekki oftar kost á sér í sænska landsliðið. Þetta kom fram á heimasíðu sænska handknattleikssambandsins í gær. Ekberg hefur leikið með landsliðinu síðustu 15 ár og verið stóran hluta þess tíma besti hægri hornamaður landsliðsins. Að baki eru 13 stórmót, 210 landsleikir og 841 landsliðsmark. Það eftirminnilegasta er sennilega sigurmarkið á Evrópumótinu í Búdapest í janúar 2022 þegar Svíar lögðu Spánverja í úrslitaleik. 
  • Sænski handknattleiksþjálfarinn Pontus Wiklund var í gær dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir vægast sagt misheppnað grín á flugvellinum á Kastrup sumarið 2022 þegar Wiklund var þar á ferð með U18 ára landsliðið kvenna á leiðinni til Skopje til þátttöku á heimsmeistaramóti. 
  • Í öryggisleit á flugvellinum sló Wiklund því fram að sprengja væri í bakpoka sem hann var með. Öryggisverðir á Kastrup tóku orðum Svíans ekki af léttúð. Hluta flugstöðvarinnar að lokað og ítarleg leit gerð. Wiklund fór ekki lengra heldur var handtekinn og yfirheyrður. Eins og nærri má geta varð talsverð töf á brottför margra ferða, ekki síst þeirra sem sænska landsliðið var hluti af.
  • Í stað Wiklund var Tomas Axner þjálfari A-landsliðs kvenna kallaður út til þess að stýra U18 ára landsliðinu á HM en Wiklund leystur frá störfum. 
  • Uppákoman á Kastrup sló sænska landsliðið út af laginu framan af HM en m.a. steinlá það fyrir íslenska landsliðinu í upphafsleik HM tveimur dögum síðar.  Wiklund ætlar ekki að áfrýja dómnum.

Tengt efni:

Það er sprengja í töskunni!

Molakaffi: Hildur Öder, Gyða Kristín, Aron Breki, Axnér, axarskaft

Molakaffi: Sigrún Ása, Manaskov, Wiklund biðst afsökunar og bíður örlaga sinna

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -