- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Arnar, Elvar, Ýmir, Neagu, Ryde, Hellberg

Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður og leikmaður Melsungen í Þýskalandi. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu tvö mörk hvor þegar MT Melsungen vann  nýliða VfL Potsdam, 31:23, í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á heimavelli í gær. Melsungen hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni. 
  • Ýmir Örn Gíslason, fyrirliði Göppingen, skoraði tvisvar þegar liðið tapaði fyrir THW Kiel, 33:24, í  annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í gær. Leikurinn fór fram í Kiel. Göppingen hefur eitt stig eftir tvo fyrstu fyrstu leikina í deildinni. THW Kiel var hinsvegar að vinna sinn fyrsta leik í deildinni en liðið tapaði fyrir Rhein-Neckar Löwen um síðustu helgi. 
    Staðan í víða í Evrópu.
  • Rúmenska handknattleikskonan Cristina Neagu tilkynnti í gær að nýhafið keppnistímabil verða það síðasta á ferlinum. Skórnir fara á hilluna næsta sumar. Neagu hefur í hálfan annan áratug verið ein af fremstu handknattleikskonum heims. M.a. er hún markahæsti leikmaður Evrópumóta landsliða frá upphafi þvert á kyn. Hún sló markamet Guðjóns Vals Sigurðssonar á EM 2022 og rauf 300 marka múrinn. 
  • Sænski markvörðurinn Jessica Ryde hefur samið við ungverska liðið DVSC Schaeffler  sem er með bækistöðvar í Debrecen. Ryde varð skyndilega atvinnulaus í síðasta mánuði þegar franska liðið Nantes Neptunes óskaði eftir gjaldþrotaskiptum. Ryde hittir fyrir sænsku landsliðkonuna Kristínu Þorleifsdóttur hjá DVSC Schaeffler. Kristín er dóttir íslenskra hjóna eins og áður hefur komið fram. 
  • Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold hefur keypt sænska markvörðinn Anton Hellberg frá úrvalsdeildarliðinu Kolding.  Hellberg kemur til Álaborgarliðisins vegna væntanlegrar fjarveru Niklas Landin sem þarf að fara í aðgerð á hné og verður frá keppni í allt að tvo mánuði. Hellberg mun standa vaktina með Fabian Norsten í fjarveru Landin. 
  • Hellberg er 32 ára gamall og kom til Kolding fyrir rúmu ári. Hann er reynslumikill og hefur m.a. leikið með Nancy í Frakklandi, Runar í Noregi auk Västerås HF, Hammarby IF og HK Malmö í heimalandinu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -