- Auglýsing -
- Arnór Snær Óskarsson skoraði átta mörk, þar af eitt úr vítakasti, í stórsigri Kolstad á Rørvik, 45:21, í norsku bikarkeppninni í gær. Leikið var í Sinkaberg Arena, heimavelli Rørvik. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fimm mörk fyrir Kolstad.
- Sigurjón Guðmundsson var markvörður Kolstad í leiknum en ekki er gefið upp hversu mörg skot hann varði í tölfræði norska handknattleikssambandsins frá leiknum. Sigvaldi Björn Guðjónsson fékk frí frá þátttöku í viðureigninni í gær.
- Ísak Steinsson, markvörður, og hans liðsfélagar í Drammen er einnig komnir í aðra umferð bikarkeppninnar í Noregi. Ísak var í marki Drammen í gær þegar liðið vann Haslum, 36:28, á heimavelli Haslum. Engar upplýsingar er að fá um varin skot.
- Birta Rún Grétarsdóttir skoraði fjögur mörk í fjögurra marka sigri Fjellhammer á Gjøvik HK í bikarleik í Noregi í gær. Birta Rún og liðsfélagar eru þar með komnar í aðra umferð.
- Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði 9 mörk þegar Volda tapaði fyrir Molde, 34:29, á heimavelli í norsku bikarkeppninni á þriðjudagskvöld. Dana Björg var markahæst hjá Volda.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -