- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bergischer, Palicka, Bergerud, Knorr

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Bergischer HC fór vel af stað í keppni 2. deildar í Þýskalandi undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar. Liðið vann Tusem Essen í 1. umferð um nýliðna helgi, 30.21. Tjörvi Týr Gíslason var fastur fyrir í vörninni og var einu sinni vikið af leikvelli. 
  • Bergischer HC féll naumlega úr efstu deild í vor en Arnór Þór var ráðinn þjálfari liðsins við annan mann á endasprettinum og mátti litlu muna að þeim tækist að bjarga liðinu frá falli.
  • Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka er orðaður við norska meistaraliðið Kolstad í fjölmiðlum í Noregi. Samningur Palicka við frönsku meistarana PSG rennur út næsta vor. Á sama tíma er ljóst að markvörður Kolstad og norska landsliðsins Torbjørn Bergerud söðlar um og verður eftirmaður Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá pólska meistaraliðinu Wisla Plock. Viktor Gísli samdi við Wisla til eins árs í sumar. 
  • Xavi Sabate þjálfari Wisla Plock heldur áfram hjá félaginu fram til ársins 2028 en fyrri samningur hans var til 2026. Mikil ánægja er með Spánverjann hjá pólska liðinu eftir að það vann meistaratitilinn og bikarkeppnina í vor í fyrsta sinn í 13 ár. Sabate kom til félagsins fyrir sex árum. 
  • Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold hefur staðfest að þýski landsliðsmaðurinn Juri Knorr gengur til liðs við félagið næsta sumar. Knorr hefur samþykkt þriggja ára samning við félagið. Orðrómur hefur uppi mánuðum saman að Knorr hafi sett stefnuna til Álaborgar og því koma tíðindin e.t.v. ekki í opna skjöldu. 
  • Knorr er 24 ára gamall og er einn af fremstu handknattleiksmönnum Þjóðverja um þessar mundir. Á árunum innan við tvítugt var hann í eitt ár á táningasamningi hjá Barcelona. Þaðan fór hann til uppeldisfélags síns, GWD Minden áður en stefnan var tekin til Mannheim fyrir þremur árum í herbúðir Rhein-Neckar Löwen
  • Um leið og forráðamenn Aalborg Håndbold sögðu frá komu Juri Knorr tilkynntu þeir að Mads Hoxer og Thomas Arnoldsen hafi skrifað undir nýja saminga fram til 2027 og 2028.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -