- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Berglind, Sandra, Díana, Heiðmar, Arnór, Omar

Berglind Gunnarsdóttir leikur með ÍR. Mynd/ÍR
- Auglýsing -
  • Handknattleikskonan unga, Berglindi Gunnarsdóttur, hefur verið lánuð frá Val til ÍR. Frá þessu segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍR.  Berglind er örvhent skytta sem getur leikið jafnt í skyttustöðunni hægra megin og leikið í hægra horni. Hún lék á síðasta tímabili með ungmennaliði og einnig í 3. flokki.
  • Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í þýska 1. deildarliðinu TuS Metzingen höfnuðu í þriðja sæti á átta liða móti sem fram fór fyrir og um nýliðna helgi. Leikirnir voru 50 mínútur hver. Ekki gekk eins vel hjá Díönu Dögg Magnúsdóttur og hennar liðsfélögum hennar BSV Sachsen Zwickau á sama móti. Þær ráku lestina. 
  • Sandra og liðsmenn Metzingen leika við svissneska meistaraliðið LC Brühl á föstudaginn en æfingaleikjum fer fækkandi enda styttist í að flautað verður til leiks í þýska handknattleiknum. Fyrsti leikur Metzingen í 1. deildinni verður á útivelli gegn Sport-Union Neckarsulm 9. september.
  • Framundan er stíf leikjadagskrá hjá BSV Sachsen Zwickau. Díana og samherjar leika við tékkneska liði Baník Most á morgun, daginn eftir við Thüringer áður en tekið verður þátt í þriggja liða móti um næstu helgi ásamt Blomberg-Lippe og SV Union Halle-Neustadt.
  • Heiðmar Felixson hafði ástæðu til þess að gleðjast á sunnudaginn þegar Hannover-Burgdorf vann Barcelona, 40:38, í æfingaleik að viðstöddum 9.000 áhorfendum í ZAG Arena í Hannover. Heiðmar er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf en liðið sækir HC Erlangen heim í fyrsta leik þýsku 1. deildarinnar á fimmtudaginn. Þremur dögum síðan leikur Hannover-Burgdorf í fyrsta sinni í Evrópukeppni þegar liðið mætir Ystads í fyrri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. 
  • Arnór Atlason stýrði nýjum liðsmönnum sínum í danska úrvalsdeildarliðinu TTH Holstebro til sigurs á ungverska liðinu Tatabánya, 26:25, í æsilega spennandi æfingaleik á sunnudaginn. Arnór tók við þjálfun Holstebro í sumar. Holstebro mætir Aalborg Håndbold í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar á heimavelli á sunnudaginn. Arnór lék og þjálfaði hjá Aalborg um árabil. 
  • Egypska stórskyttan Yahia Omar hefur samið við franska meistaraliðið PSG frá og með leiktíðinni 2024. Samningur hans við félagið er til þriggja ára. Omar hefur undanfarin ár leikið með Telekom Veszprém en hefur ekki komið við sögu á þessu ári vegna krossbandaslits. Hann er þó væntanlegur aftur út á leikvöllinn á komandi leiktíð. 

    Tengdar fréttir:

Konur – helstu félagaskipti 2023

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -