- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Dagur, Sigvaldi, Johansson, Györ, þjálfari bikarmeistara hættir

Dagur Gautason leikmaður ØIF Arendal. Mynd/Helge Olsen
- Auglýsing -
  • Dagur Gautason, vinstri hornamaður ØIF Arendal, er í 7. sæti á lista yfir markahæstu leikmenn norsku úrvalsdeildarinnar. Dagur hefur skoraði 113 mörk, er 60 mörkum á eftir samherja sínum Mathias Rohde Larson sem er markahæstur. 
  • Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson, sem nýverið framlengdi samning sinn við meistaraliðið Kolstad til ársins 2030, er í 17. sæti með 91 mark. 
  • Svíinn Per Johansson verður þjálfari ungverska meistaraliðsins Györ út leiktíðina eftir að forsvarsmenn félagsins sögðu Ulrik Kirkely  upp störfum í síðustu viku. Johansson er einnig þjálfari hollenska kvennalandsliðsins í handknattleik sem leikur í næsta mánuði í forkeppni Ólympíuleikanna. 
  • Svíinn viðurkennir að hann muni hafa í mörg horn að líta næstu vikurnar. Strax eftir ÓL-forkeppnina taka við átta liða úrslit Meistaradeildar og vinna við að tryggja Györ ungverska meistaratitilinn en liðið þótti fara út af sporinu undir stjórn Kirkely. Fyrsti leikur Györ undir stjórn Johansson verður í kvöld í ungversku deildinni gegn Alba Fehervar
  • Werner Bösch hættir þjálfun þýsku bikarmeistaranna TuS Metzingen í lok keppnistímabilsins. Sandra Erlingsdóttir er leikmaður  TuS Metzingen. Bösch flytur til Sviss og tekur við þjálfun karlaliðs GC Amicitia Zürich. Núverandi aðstoðarþjálfari, Peter Woth, tekur við sem aðalþjálfari.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -