- Auglýsing -
- Elvar Ásgerirsson skoraði fimm mörk í sex skotum og átti eina stoðsendingu þegar Nancy tapaði fyrir Saran, 36:31, í uppgjöri liðanna um sigur í frönsku B-deildinni í handknattleik í gær. Bæði lið fara upp í efstu deild á næsta keppnistímabili.
- Aron Pálmarsson var ekki í liði Barcelona í gær þegar Barcelona vann spænsku deildarbikarkeppnina með sigri á Cantabría Sinfín, 33:23, í úrslitaleik.
- Danmerkurmeistarar Odense Håndbold bætti öðru bikar í safnið í gær þegar liðið vann bikarkeppnina. Odense lagði Nyköbing með sex marka mun í úrslitaleik, 32:26. Herning-Ikast hreppti bronsverðlaun.
- Eftir að leikmennn Vive Kielce höfðu fengið afhentan pólska meistarabikarinn í gær var tilkynnt um að þjálfarinn Talant Dujshebaev hafi skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2028. Sonur hans Alex hefur ákveðið að vera hjá liðin til 2026 og hinn sonurinn, Daniel, til 2025. Þýski markvörðurinn Andreas Wolff hefur einnig skrifað undir samning við pólska meistaraliðið til ársins 2028 og sömuleiðis franski handknattleiksmaðurinn Nicolas Tournat. Skammtímasamningar eiga greinilega ekki upp á pallborðið á þessum bæ þar sem Bertus Servaas ræður ríkjum.
- Auglýsing -