- Auglýsing -

Molakaffi: Grgic, Mensah, Romero, Thomsen, EM-meistarar í Alanya

- Auglýsing -
  • Þýski landsliðsmaðurinn Marko Grgic og markakóngur þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð gekk til liðs við Flensburg í gær frá Eisenach. Þetta átti sér stað ári fyrr en til stóð en í apríl skrifaði Grgic undir samning að leika með Flensburg frá og með árinu 2026. Flensburg keypti upp samning Grgic fyrir 50.000 evrur, rúmlega 7 milljónir króna. Talið er víst að hærri upphæð hafi gengið á milli félaganna þótt það hafi ekki verið gefið upp, jafnvel allt að 400 þúsund evrur.

Sá eftirsóttasti vill bara leika í heimalandinu

  • Um líkt leyti var staðfest að danski landsliðsmaðurinn Mads Mensah leiki með Skjern í Danmörku frá og með næsta keppnistímabili. Mensah yfirgefur Flensburg eftir fimm ára veru og alls 11 ára dvöl í Þýskalandi
  • Portúgalska meistaraliðið Sporting, sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með, klófesti í gær spænska landsliðsmanninn Victor Romero. Romero, sem er 21 árs, hefur undanfarin ár gert það gott með Granollers í heimalandi sínu síðustu þrjú ár. Hann er hluti af sigursælum yngri landsliðum Spánar sem vann EM 18 og 20 ára ásamt og HM 19 ára.
  • Helle Thomsen nýr þjálfari danska kvennalandsliðsins er í Potgorica í Svartfjallalandi þessa dagana í þeim tilgangi að fylgjast með U19 ára landsliði Danmerkur á Evrópumótinu og væntanlega fleiri liðum á mótinu. Danir þykja vera með eitt af sigurstanglegri liðum Evrópumótsins.

EM19-’25: Milliriðlar, úrslit og staðan

  • Spænska landsliðið varð Evrópumeistari kvenna í strandhandbolta á sunnudaginn. Spánn vann Noreg í úrslitaleik í Alanya í Tyrklandi
  • Þýskaland vann Evrópumeistaratitilinn í karlaflokki eftir sigur á spænska landsliðinu eftir framlengda viðureign. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -