- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Haukur, Orri, Stiven, Elías, Tumi, Sveinbjörn, Hákon

Haukur Þrastarson í leik með Industuria Kielce. Mynd/Industira Kielce
- Auglýsing -
  • Haukar Þrastarson og samherjar í pólska meistaraliðinu Industria Kielce leika til úrslita um pólska meistaratitilinn enn eitt árið. Kielce vann Chrobry Głogów, 34:22, í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum í gær. Haukur skoraði fimm mörk í leiknum, öll í fyrri hálfleik. Afar sennilegt er að Industria Kielce mæti Wisla Plock í úrslitum eins og undanfarin ár. 
  • Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Sporting töpuðu í fyrsta sinn á keppnistímabilinu í deildarkeppninni í Portúgal í gær er þeir sóttu Porto heim, 37:35. Orri Freyr skoraði fjögur mörk í leiknum og var með fullkomna nýtingu.  Viðureignin við Porto var liður í úrslitakeppni fjögurra efstu liða deildarkeppninnar um meistaratitilinn. Þrátt fyrir tapið þá stendur Sporting best að vígi í úrslitakeppninni vegna þess að liðin fjögur tóku með sér stig úr deildarkeppninni inn í úrslitakeppnina. 
  • Framundan er mikilvægur leikur hjá Sporting á heimavelli á þriðjudaginn í síðari umferð í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Orri Freyr og félagar taka á móti Rhein-Neckar Löwen með Ými Örn Gíslason innanborðs.  Löwen vann fyrri leikinn með þriggja marka mun, 32:29. 
  • Stiven Tobar Valencia var ekki með Benfica vegna meiðsla þegar liðið vann ABC de Braga, 34:27, í hinni viðureign fjögurra efstu liðanna í úrslitakeppninni um portúgalska meistaratitilinn í gær. Viðureignin fór fram í Lissabon
  • Fredrikstad Bkl., liðið sem Elías Már Halldórsson þjálfar, féll úr leik í átta liða úrslitum norsku úvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna í gær. Fredrikstad Bkl. tapaði fyrir Sola, 37:21, á heimavelli. Sola vann báðar viðureignir liðanna og er þar með komið í undanúrslit að þessu sinni.
  • HSC 2000 Coburg, sem Tumi Steinn Rúnarsson leikur með til loka keppnistímabilsins, vann EHV Aue, 33:26, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Tumi Steinn Rúnarsson skoraði fjögur mörk og átti tvær stoðsendingar. Coburg situr í sjötta sæti með 35 stig þegar fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni. 
  • Sveinbjörn Pétursson náði sér ekki á strik á þeim skamma tíma sem hann stóð í marki EHV Aue í leiknum. Ólafur Stefánsson verður þjálfari EHV Aue út keppnistímabilið eins og handbolti.is sagði frá á dögunum. Aue-liðsins virðist ekkert bíða annað en fall úr deildinni eftir eins árs veru. 
  • Hákon Daði Styrmisson skoraði ekki mark fyrir Eintracht Hagen í naumu eins marks tapi á heimavelli fyrir Elbflorenz, 31:30, á heimavelli í 30. umferð 2. deildar þýska handknattleiksins í fyrrakvöld. Hákoni var tvisvar vikið af leikvelli í tvær mínútur.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -