- Auglýsing -

Molakaffi: Hendawy, Møller, Lékai, Östlund, Leifur

- Auglýsing -
  • Egypski landsliðsmarkvörðurinn Karim Hendawy hefur samið við þýska liðið Wetzlar. Hann verður ekki löglegur með liðinu fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Vegna frídaga í Egyptalandi verður ekki mögulegt að ganga frá allri pappírsvinnu fyrr en eftir helgina. Talsverð skriffinnska er fyrir félög í Þýskalandi eins og annarstaða að fá til sín leikmenn utan evrópska efnahagssvæðisins.
  • Hendawy á að koma í stað markvarðarins Bart Ravensbergen sem verður frá keppni allt keppnistímabilið vegna meiðsla. 
  • Danski landsliðsmarkvörðurinn Kvein Møller flytur heim til Danmerkur í sumar samkvæmt frengum TV2 í gær. Møller er nú markvörður Flensburg, nærri landamærunum Danmörku. Hermt er að Møller gangi til liðs við GOG þegar hann flytur yfir landamærin. 
  • Máté Lékai tilkynnti í fyrradag að ferlinum með ungverska landsliðinu væri lokið. Hann á að baki 196 landsleiki á 16 árum og var m.a. í ungverska landsliðinu sem vann íslenska landsliðið í sögulegum leik í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna 2012. Lékai er 37 ára gamall. Síðustu þrjú ár hefur hann leikið með Ferencváros í Búdapest
  • Svíinn Jesper Östlund hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Kósovó. Östlund er 35. aldursári og er einnig þjálfari IF Hallby í sænsku úrvalsdeildinni í karlaflokki. Hann hefur einnig þjálfað yngri lanslið Svíþjóðar síðustu árin. Östlund þjálfað kvennalið IK Sävehof frá 2022 til 2024.
  • Leifur Óskarsson hefur tekið að sér að vera þjálfari Vængja Júpíters í vetur. Ekki kemur fram í tilkynningu hvort um karla- eða kvennalið er að ræða né í hvaða deild lið Vængja Júpiters mun hefjast sig til flug í.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -