- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Kári, Ortega, Darleux, númer tekið úr umferð

Kári Kristján Kristjánsson línumaður ÍBV. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -
  • Línumaðurinn þrautreyndi Kári Kristján Kristjánsson hefur framlengt samning sinn við ÍBV til eins árs. 
  • Carlos Ortega þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara karla í handknattleik, Barcelona, hefur framlengt samning sinn við félagið fram til ársins 2027. Ortega tók við þjálfun Barcelona vorið 2021 þegar stóð yfir niðurskurður hjá félaginu. Hann þykir hafa unnið vel úr stöðunni og m.a. stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeildinni í tvígang, 2022 og um síðustu helgi. Auk þess hefur Barcelona haldið yfirburðum sínum heima fyrir og unnið bæði deildina og bikarkeppnina árlega. 
  • Franski landsliðsmarkvörðurinn Cléopâtre Darleux hafnaði tilboði frá meisturum Metz. Hún er um þessar mundir með lausan samning við Brest. Darleux er 34 ára gömul og er í franska landsliðinu sem stefnir á að verja Ólympíumeistaratitilinn á heimavelli í sumar. Óvíst er hvað tekur við hjá Darleux eftir leikana. Franskir fjölmiðlar segja hana vera með tilboð frá Nantes  og eins rúmenska liðinu Gloria Bistrita sem tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar í vor. 
  • Treyja með númerinu 24 verður ekki í boði í framtíðinni fyrir leikmenn danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold. Mikkel Hansen hefur klæðst treyju með þessu númeri í tvö ár hjá liði félagsins. Nú verður treyja með númerinu hengd upp í rjáfur í íþróttahöll félagsins, Gigantium, í Álaborg um leið og Hansen er hættur handknattleik.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -