- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Kasparek, Zein, Hansen, Mørk, Grøndahl

Ali Zein sækir að Ýmir Erni Gíslasyni í leik Íslands og Egyptalands á HM í janúar. Zein er leiðinni frá Dinamo Búkarest. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Talsverðar breytingar verða á leikmannahópi rúmenska meistaraliðsins Dinamo Búkarest í sumar. Auk Hauks Þrastarsonar yfirgefa Stanislav Kasparek og Ali Zein félagið. Tveir þeir síðarnefndu hafa leikið með Dinamo síðustu þrjú ár.
  • Hinn dansk/færeyski handknattleikmaður Johan Hansen mun leika með Skanderborg AGF á næstu leiktíð, eftir því sem TV2 í Danmörku segir frá. Hansen hefur síðustu fimm ár leikið í Þýskalandi, upp á síðkastið með Flensburg en áður hjá Hannover-Burgdorf. Hann hefur einnig átt sæti í danska landsliðinu á tveimur síðustu stórmótum. Hansen hóf handboltaferilinn hjá Skanderborg.
  • Norska handknattleikskonan Nora Mørk ætlar sér að mæta til leiks á ný með danska meistaraliðinu Esbjerg í haust. Eins og og handbolti.is sagði frá á dögunum eignaðist Mørk sitt fyrsta barn í byrjun maí. Mørk segist dreyma um að ná þeirri getu á ný sem nægir til þess að leika aftur með norska landsliðinu. 
  • Sambýlismaður Mørk, Jerry Tollbring, er fluttur frá Berlin til Esbjerg og mun leika með Ribe-Esbjerg þegar hann hefur jafnað sig eftir krossbandaslit þegar kemur inn á næsta keppnistímabil. 
  • Áfram halda forráðamenn þýska liðsins Füchse Berlin að rembast eins og rjúpan við staurinn við að kaupa norska landsliðsmanninn Tobias Grøndahl frá danska liðinu GOG. Síðast í gær ítrekaði forráðamaður GOG að Grøndahl væri ekki til sölu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -