- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Mørk, Deila, Gidsel, Gottfridsson, Bombac, Pettersson, Pytlick

Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Nora Mørk verður ekki í norska landsliðinu í dag sem mætir Slóvenum í fjórðu og næstu síðustu umferð handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum. Ekki hefur verið gefið opinberlega út af hverju Mørk tekur ekki þátt í leiknum. Thale Rushfeldt Deila tekur sæti Mørk í norska liðinu. Deila var í norska liðinu í tveimur fyrstu umferðunum keppninnar en var kippt út þegar Henny Reistad hafði jafnað sig af ökklameiðslum. 
  • Mathias Gidsel er markahæstur í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna með 32 mörk í 39 skotum eftir þrjá leiki. Daninn varð markahæstur á EM í upphafi þessa árs og á HM á síðasta ári. Takist honum að verða markakóngur Ólympíuleikanna nær hann áfanga sem engum handknattleiksmanni hefur áður tekist, þ.e. að verða markahæstur á þremur stórmótum í röð. 
  • Sænski handknattleiksmaðurinn Jim Gottfridsson fékk rautt og blátt spjald í viðureign  Svíþjóðar og Slóveníu á Ólympíuleikunum í gær. Olnbogi Gottfridsson hitt Dean Bombac illa svo Slóveninn lá eftir með hljóðum. Gottfridsson baðst afsökunar strax eftir leikinn.
  • Í morgun var tilkynnt að Gottfridsson verður í leikbanni á morgun þegar Svíar mæta Króötum í næstu síðustu umferð. Sænska liðið stendur höllum fæti og verður að vinna leikinn til að eiga möguleika á sæti í átta liða úrslitum.
  • Ekki var nóg með að Gottfridsson fékk rautt og blátt spjald í leiknum við Slóvena heldur meiddist Daniel Pettersson hægri hornamaður á ökkla og var studdur af leikvelli. Hugsanlega hefur hann lokið keppni á leikunum. 
  • Danski handknattleiksmaðurinn Simon Pytlick hlaut byltu í leik Dana og Argentínumanna á Ólympíuleikunum í gærkvöld. Hann kom ekkert við sögu eftir það í leiknum. Danskir fjölmiðlar hafa eftir Pytlick að hann telji að byltan og afleiðingar hennar dragi dilk á eftir sér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -