- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Óðinn, Arnór, Meistaradeildin, Lieder, Sjöstrand

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Kadetten Schaffhausen. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar hans í svissneska meistaraliðinu Kadetten Shaffhausen unnu Pfadi Winterthur í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar, 33:26, á heimavelli. Óðinn Þór skoraði fjögur mörk. Eins og á síðasta ári þá verður HC Kriens andstæðingur Kadetten Schaffhausen í úrslitarimmunni. Vinna þarf þrjá leiki til þess að vinna meistaratitilinn. Fyrsti úrslitaleikur Kadetten og HC Kriens fer fram 20. maí. Ekki verður hægt að byrja fyrr vegna landsleikja í undankeppni HM sem fram fara á næstunni.
  • Bergischer HC, liðið sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfari, tapaði fyrir HSV Hamburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær, 32:30. Leikið var í Hamborg. Bergischer HC var með þriggja marka forskot í hálfleik, 18:15. Þetta var fyrsta tap Bergischer HC eftir að Arnór Þór tók við. Lífróður liðsins til að halda sæti í deildinni heldur áfram en þrjár umferðir eru eftir. Bergischer HC er í næst neðsta sæti deildarinnar. Tvö lið falla í 2. deild þegar reikningarnir verða gerðir upp í mótslok.
  • Kiel tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknatteik karla í gærkvöld þegar liðið vann Montpellier með 10 marka mun á heimavelli, 31:21. Franska liðið vann heimaleik sinn, 39:30, á heimavelli í síðustu viku og þótti standa vel að vígi í kapphlaupinu um sæti í undanúrslitahelginni í Köln 8. og 9. júní. Vopnin snerust í höndum leikmanna franska liðsins.
  • Leikmönnum Barcelona urðu ekki á mistök. Þeir unnu franska meistaraliðið PSG, 32:31, á heimavelli og samanlagt, 62:53, í tveimur leikjum.
  • Í undanúrslitum Meistaradeildarinnar leika SC Magdeburg, Aalborg Håndbold, THW Kiel og Barcelona. Dregið verður á þriðjudaginn um hvaða lið leika til undanúrslitum laugardaginn 8. júní í Lanxess-Arena í Köln.
  • Tess Lieder, sem áður bar eftirnafnið Wester, hefur ákveðið að leika ekki fleiri landsleiki fyrir Holland eftir að hafa verið aðalmarkvörður landsliðsins í 12 ár. Lieder á 152 landsleiki fyrir Holland og var m.a. í sigurliðinu á heimsmeistaramótinu 2019. Hún stendur nú vaktina í marki þýska liðsins Borussia Dortmund og hefur gert síðustu þrjú ár.
  • Annar markvörður, Johan Sjöstrand, ætlar hreinlega að leggja skóna á hilluna í lok tímabilsins eftir góðan feril m.a. sænska landsliðinu, Flensburg, Kiel, Barcelona og Aalborg. Sjöstrand hefur síðustu fjögur ár verið markvörður Bjerringbro/Silkeborg. „Ég vildi gjarnan halda áfram en því miður þá leyfir líkaminn ekki mikið meira,“ segir Sjöstrand m.a. í yfirlýsingu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -