- Auglýsing -
- Velimir Petkovic þjálfari rússneska karlalandsliðsins í handknattleik lætur af störfum í sumar þegar samningur hans við rússneska handknattleikssambandið rennur út. Rússneska landsliðið hefur nánast ekkert leikið síðan það var útilokað frá alþjóðlegum mótum í mars 2022 eftir innrás Rússa í Úkraínu. Helst hefur það mætt Hvít-Rússum og íranska landsliðinu. Petkovic, sem tók við þjálfun landsliðsins vorið 2020 segist sakna kappleikja. Hann vonast til að komast að sem þjálfari í Þýskalandi á nýjan leik.
- Áður en Petkovic var ráðinn landsliðsþjálfari í Rússlandi vorið 2022 hafði rússneska handknattleikssambandið rætt við Alfreð Gíslason um að taka starfið að sér. Alfreð hafði m.a. fundað með Rússum í Moskvu vegna starfsins. Áður en að Alfreð gaf Rússum ákveðið svar kom þýska handknattleikssambandið inn í myndina og bauð Akureyringnum starf sem hann þáði.
- Þýska handknattleiksliðið VfL Gummersbach hefur uppi áform um að leika útvalda heimaleiki á næsta keppnistímabili í Lanxess Arena í Köln. Fyrir um hálfum öðrum áratug lék Gummersbach reglulega í stóru keppnishöllinni í Köln sem rúmar 19.250 áhorfendur í sæti og hefur verið vettvangur stórmóta í handknattleik og úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki frá 2010.
- Svartfellingar unnu Georgíumenn, 34:20, í vináttuleik í handknattleik karla í Podgorica í gær. Hollendingar og Tékkar skildu jafnir, 29:29, einnig í vináttuleik í gær. Hollendingar mæta Grikkjum í umspilsleikjum um HM-sæti í maí.
- Slóvakar lögðu Ísraelsmenn í fyrri viðureign þjóðanna í forkeppni fyrir umspilsleik HM. Leikurinn fór fram í Topolcany í Slóvakíu. Síðari viðureignin verður á sama stað á sunnudaginn. Samanlagður sigurvegari mætir Pólverjum í umspilsleikjum um HM-sæti í fyrri hluta maí.
- Auglýsing -