- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Satchwell, Kjartan, Alfred í nýtt landslið, Schmidt

Nicholas Satchwell markvörður sleit krossband á dögunum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
  • Færeyski landsliðsmarkvörðurinn og fyrrverandi KA-maður, Nicholas Satchwell, hefur samið við danska handknattleiksliðið Lemvig-Thyborøn Håndbold til næstu tveggja ára. Lemvig féll úr úrvalsdeildinni í vor.  Satchwell var síðasta árið hjá Viking TIF í Bergen eftir að hafa kvatt KA að lokinni fjögurra ára dvöl. 
  • Kjartan Johansen, sem einnig er færeyskur landsliðsmaður, verður einnig leikmaður Lemvig á næstu leiktíð eftir því sem fram kemur í tilkynningu félagsins í gær. 
  • Sænski handknattleiksmaðurinn Alfred Jönsson er sagður stefna á að sækja um bandarískt ríkisfang og leika með bandaríska landsliðinu í handknattleik. Aftonbladet í Svíþjóð segir frá þessu. Svíinn Robert Hedin er landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í handknattleik karla. Mun hann liðka fyrir að landi hans geti orðið bandarískur landsliðsmaður. 
  • Ef af verður þarf Jönsson að bíða í þrjú ár þar til hann verður gjaldgengur með landsliðinu vegna þess að hann hefur þegar leikið 18 landsleiki fyrir Svíþjóð. Hann hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Glenn Solberg landsliðsþjálfara sem hefur úr fjölmennum hópi leikmanna að velja. 
  • Jönsson, sem leikur með danska liðinu Skjern, mun horfa til þess að verða gjaldgengur með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum sem fram fara í Los Angeles eftir fjögur ár. 
  • Enn bætast nýir leikmenn í hópinn hjá gríska handknattleiksliðinu AEK Aþenu. Í gær var greint frá því að liðið hafi samið við línumanninn Erik Schmidt. Hann var síðast hjá HSG Wetzlar. Schmidt var í sigurliði Þjóðverja á EM 2016.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -