- Auglýsing -
- Sveinn Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Chambery Savoie í gær þegar liðið vann Pontault, 32:27, í 32-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í gær. Sveinn gekk til liðs við Chambery Savoie í sumar að lokinni ársdvöl hjá norska úrvalsdeildarliðinu Kolstad.
- Sænski hornamaðurinn Emil Mellegard sem kom til liðs við franska meistaraliðið PSG í sumar sleit krossband á laugardaginn í leiknum í meistarakeppni franska handknattleiksins.
- Mellegard, sem var í sigurliði Svía á EM 2022, verður frá keppni næsta árið. PSG tapaði leiknum við Montpellier í meistarakeppninni, 29:23. Ekki góð byrjun hjá nýjum þjálfara PSG, Dananum Stefan Madsen.
- Danska landsliðskonan Kathrine Heindahl er byrjuð að æfa af fullum krafti með Esbjerg. Sjö vikur eru liðnar síðan hún fæddi son sem fengið hefur nafnið Alfred. Heindahl er samningslaus en fær að æfa með sínu fyrrverandi liði á næstunni meðan hún þreifir fyrir sér um samning, annað hvort hjá Esbjerg eða annarstaðar. Heindahl er 33 ára gömul og var í bronsliði Dana á Ólympíuleikunum í París á síðasta ári.
- Kastast hefur í kekki á milli forráðamanna rúmensku kvennaliðanna Dunărea Brăila og SCM Râmnicu Vâlcea eftir nauman sigur fyrrnefnda liðsins í fyrstu umferð deildarinnar á dögunum, 23:22. Umdeildar ákvarðanir dómara og fleira sem gerðist í leiknum varð tilefni til skoðanaskipta milli félaganna. Hafa stóru orðin síst verið spöruð í orðaskiptum félaganna á Facebook svo lítill sómi er sagður vera af.
- Auglýsing -