- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Tumi, Dumcius, Tryggvi, Heiðmar, Óðinn, Ýmir

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Tumi Steinn Rúnarsson skoraði ekki mark fyrir Coburg í gær þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Elbflorenz frá Dresden, 35:32, á heimavelli. Tumi Steinn átti þrjú markskot sem misstu marks en stoðsending hans rataði í réttar hendur. Leikjum Tuma Steins með Coburg fer fækkandi en eins og kom fram á föstudaginn flytur hann til Austurríkis í sumar.
  • Mindaugas Dumcius sem eitt sinn lék með Akureyri handboltafélagi skoraði þrisvar fyrir Dresden-liðið. Hann hefur skotið rótum hjá félaginu og leikið með liðið þess um árabil við góðan orðstír. 
  • Coburg féll niður í sjöunda sæti deildarinnar við tapið en Dumcius og samherjar í Elbflorenz færðust upp í fimmta þrep deildarinnar. Stöðuna í þýsku 2. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér
  • Síðari leikir fyrstu umferðar útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla fara fram í kvöld og verða nokkrir Íslendingar á ferðinni. Tryggvi Þórisson og liðsmenn sænska liðsins Sävehof eiga verkefni fyrir höndum gegn þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Sävehof tapaði fyrri leiknum sem fram fór fyrir viku í Hannover með fjögurra marka mun, 34:30. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
  • Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar eiga einnig ærið verk fyrir höndum ef þeir ætla að snúa við taflinu gegn Füchse Berlín í Max Schmeling-Halle í þýsku höfuðborginni. Kadetten tapaði á heimavelli fyrir viku með fjögurra marka mun, 32:28. 
  • Staðan er góð hjá Ými Erni og samherjum í Rhein-Neckar Löwen. Þeir taka á móti króatíska liðinu RK Nexe í Mannheim í kvöld. Löwen vann leikinn í Króatíu með fimm marka mun, 24:19.
  • Einnig mætast Bjerringbro/Silkeborg og Dinamo Búkarest í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Rúmenska liðið vann fyrri viðureignina með þriggja marka mun, 37:34. 
  • Sigurliðin í leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni taka sæti í átta liða úrslitum ásamt Sporting Lissabon, Nantes, Skjern og Flensburg.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -