- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Viktor, Teitur, Viggó, Andri, Tumi, Hákon, Sveinbjörn, Halldór, Arnar, Karlskronaliðar

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Viktor Gísli Hallgrímsson varði þrjú skot þann stutta tíma sem hann var í marki Nantes í gær í stórsigri liðsins á Créteil, 38:24, á heimavelli Créteil en leikurinn var hluti af keppni efstu deildar franska handknattleiksins. Nantes er næst efst í deildinni með 23 stig eftir 13 leiki eins og sjá má hér.
  • Ivry, sem Darri Aronsson er samningsbundinn vann afar mikilvægan sigur á Saran, 33:31, í frönsku 1. deildinni í gærkvöld. Darri er frá vegna meiðsla en er óðum að jafna sig og ætti að byrja að leika með liðinu í febrúar.
  • Teitur Örn Einarsson var ekki á meðal þeirra sem skoruðu fyrir Flensburg í gærkvöld þegar liðið vann Wetzlar, 33:26, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Með sigrinum færðist Flensburg upp í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig eftir 15 leiki. Liðið er stigi á eftir Magdeburg og Füchse Berlin sem sitja í efstu sætunum tveimur. Reyndar eiga liðin tvö inni leik á Flensburg. Melsungen er tveimur stigum á eftir Flensburg eins sjá má á stöðunni sem hér er að finna ásamt fleiri stöðutöflum í evrópskum handknattleik.
  • Viggó Kristjánsson skoraði eitt mark og Andri Már Rúnarsson eitt þegar Leipzig tapaði naumlega fyrir Eisenach, 25:24, í Eisenach í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig var þjálfari Eisenach fyrir margt löngu. Leipzig er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig en stöðuna er að finna hér.
  • Eftir sigurgöngu síðustu vikurnar töpuðu Tumi Steinn Rúnarsson og félagar í Coburg í heimsókn til efsta liðs þýsku 2. deildarinnar, Bietigheim, í gærkvöld, 28:20. Tumi Steinn skoraði eitt mark í leiknum. Coburg er í fjórða sæti deildarinnar með 19 stig og er nokkuð á efstu liðunum þremur, Bietigheim, Potsdam og Hamm-Westfalen. Tvö síðastnefndu liðin skildu jöfn í gær, 30:30.
  • Áfram heldur EHF Aue að tapa leikjum sínum þrátt fyrir þjálfaraskipti. Í gær tapaði liðið í heimsókn til Eintracht Hagen, 37:30. Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson skoraði þrjú mörk fyrir Hagen í leiknum. Eitt þeirra skoraði hann úr vítakasti. Sveinbjörn Pétursson varði 10 skot í marki Aue þann tíma sem hann stóð í marki liðsins, þar af eitt vítakast, 31%.
  • Hagen er í 9. sæti 2. deildar þýska handknattleiksins en Aue rekur lestina sem fyrr og virðist fremur syrta í álinn hjá nýliðunum en hitt. Stöðuna er að finna hér.
  • Halldór Jóhann Sigfússon og lærisveinar í Nordsjælland töpuðu í gærkvöld fyrir Lemvig, 32:29, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik en leikið var á heimavelli Lemvig á Jótlandi. Nordsjælland er í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar með 10 stig. Lemvig rekur lestina, einu stigi á eftir.
  • Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk fyrir Amo þegar liðið tapaði á heimavelli, 30:27, fyrir Skövde í fyrsta leik Amo eftir þjálfaraskiptin á dögunum. Amo er 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar af 14 liðum.
  • Dagur Sverrir Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson voru ekki með HK Karlskrona í gærkvöld þegar liðið tapaði í heimsókn til Guif í Eskilstuna, 26:24, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði ekki marki í leiknum fyrir Karlskrona. Phil Döhler stóð í marki liðsins um tíma í leiknum og varði 4 skot, 36%. Nýliðar Karlskrona eru í 11. sæti með 8 stig eins og sjá má hér þar sem er að finna stöðuna í nokkrum deildum í evrópskum handknattleik.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -