- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ýmir, Orri, Evrópudeildin

Ýmir Örn Gíslason og liðsmenn Rhein-Neckar Löwen unnu í gærkvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Ýmir Örn Gíslason og samherjar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu Sporting Lissabon, 32:29, í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik í gærkvöld í SNP Dome í Heidelberg. Síðari viðureignin fer fram í Lissabon á næsta þriðjudag.
  • Ýmir Örn skoraði ekki mark en lét til sín taka í vörninni og var tvisvar vikið af leikvelli í tvær mínútur í hvort sinn. Niclas Kirkeløkke var markahæstur hjá Löwen með 10 mörk.
    Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki mark þrátt fyrir þrjú markskot fyrir Sporting í leiknum í Heidelberg í gær. Bræðurnir Francisco og Martim Costa voru markahæstir með samanlagt 14 mörk.
  • Tim Freishöfer tryggði Füchse Berlin jafntefli við Nantes, 33:33, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evróudeildarinnar í gærkvöld. Leikurinn fór fram í Berlín. Viktor Gísli Hallgrímsson lék ekki með Nantes vegna meiðsla í olnboga.
  • Miklar sveiflur voru í leiknum, m.a. var Füchse fimm mörkum yfir um miðjan síðari hálfleikinn, 26:21, en tapaði síðan þræðinum og mátti þakka fyrir jafntefli þegar upp var staðið.
    Mathias Gidsel skoraði níu mörk fyrir Füchse í leikum í gær og var markahæstur. Aymerric Minne var markahæstur hjá Nantes með 10 mörk.
  • Fyrr í gær voru tveir aðrir leikir sem fjallað er um hér:
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -