Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður og leikmaður Telekom Veszprém stimplaði sig inn í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku þegar hann lék sinn fyrsta leik með liðinu sínu á leiktíðinni.
Óhætt er að segja að Bjarki Már hafi minnt hressilega á sig í fyrsta leik í tíu marka sigri Veszprém á Porto, 44:34. Hann skoraði fimm mörk og var með fullkomna nýtingu. Bjarki Már fór beint inn í lið umferðarinnar með frammistöðu sinni.
Samantekt með tilþrifum leikmanna fjórðu umferðar er að finna hér fyrir neðan.
Incredible performances ✨ this week that have deserved to earn a place in the Best 7 🔥
— EHF Champions League (@ehfcl) October 13, 2023
⚡ MVP – Nedim REMILI | @telekomveszprem
🧱 Best Defender – Pekeler | THW Kiel
Did we leave anyone out? Who was the best of the best? #ehfcl #clm pic.twitter.com/j1YrDI6BdW
Fimmta umferð Meistaradeildar hefst í kvöld með þremur leikjum. Íslenskir handknattleiksmenn, þar á meðal Bjarki Már, eiga ekki leiki með félagsliðum sínum fyrr en annað kvöld. Auk þess verða Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dómarar einnig í eldlínunni á morgun í Meistaradeildinni.
Telekom Veszprem fær pólska liðið Wisla Plock í heimsókn síðdegis á morgun.
Bjarki Már verður að öllum líkindum með íslenska landsliðinu í leikjunum við Færeyinga 3. og 4. nóvember í Laugardalshöll. Miðasala hefst fljótlega.
Tengt efni: