„Við gerðum okkur seka um að hleypa Víkingum inn í leikinn, ekki einu sinni heldur tvisvar því það gerðist aftur í lok framlengingarinnar. Það var ekkert annað en værukærð sem gerði vart við sig hjá okkur,“ segir Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA eftir að lið hans slapp með skrekkinn áfram í 16-liða úrslit Poweradebikarkeppninnar í handknattleik karla í kvöld. KA vann Víking, 33:32, í framlengingu eftir mikinn endasprett Víkings.
Halldór Stefán var í samtali við X-síðu handknattleiksdeildar KA eftir leikinn í kvöld. Viðtalið í heild er hægt að horfa og hlusta á hér fyrir neðan.
Halldór Stefàn þjálfari KA var hress eftir að KA tryggði sig í 16-liða úrslit Powerade bikarsins @handkastid @vikingurfc @HSI_Iceland pic.twitter.com/Ftu3sNTyX7
— KA (@KAakureyri) October 29, 2023
Tengt efni:
Fram, HK og Fjölnir áfram með í bikarkeppninni
Bruno kom í veg fyrir aðra framlengingu á Akureyri