- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið – glæsileg keppnishöll Olympiacos – 5.000 miðar þegar seldir

Keppnishöll Olympiacos þar sem síðari úrslitaleikur Evrópubikarkeppni karla fer fram annað kvöld. Ljósmynd/Facbooksíða Olympiacos SFP
- Auglýsing -

Seldir hafa um 5.000 aðgöngumiðar á síðari úrslitaleik Olympiacos og Vals í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla sem fram fer í Aþenu síðdegis á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 17 og verður mögulegt að fylgjast með leiknum í útsendingu RÚV.

Viðbúið er að enn fleiri miðar seljist til viðbótar í dag og á morgun.

Peace and Friendship Stadium, keppnishöll Olympiacos rúmar um 12 þúsund manns í sæti. Henni hefur verið breytt eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði sem Olympiacos sendi frá sér.

Miðaverðið

Aðgöngumiðarnir á leikinn kosta frá 10 og upp í 50 evrur eða frá 1.500 til 7.500 kr.

Frábær aðstaða

Peace and Friendship Stadium-körfuknattleikshöll Olympiacos hefur verið breytt í handknattleikshöll. Ljóst er að aðstaðan verður frábær í keppnishöllinni sem er loftkæld og því á að fara vel um leikmenn jafnt sem áhorfendur þrátt fyrir molluhita og sólskin í Aþenu.

Eins og austur á Hellu

Valsliðið æfði í íþróttahúsi í sumarleyfisbænum Chalkida í morgun. Þegar þetta er skrifað skömmu eftir hádegið á föstudegi, er liðið að færa sig yfir til Aþenu. Um 80 km akstur er á milli Chalkida og Aþenu. Álíka langt og frá Reykjavík og austur á Hellu. Valsliðið gistir í Aþenu í nótt og fer aftur til Chalkida eftir leikinn annað kvöld. Mæðinni verður kastað á sunnudaginn í sólinni í Chalkida áður en haldið verður heim í slagviðrið á mánudaginn.

Sjá einnig:

Valsmenn æfa í Chalkida í dag – fara til Aþenu í kvöld

Fetar Alexander Örn í fótspor pabba síns – og gott betur?

Olympiacos-liðar eru alls ekki af baki dottnir

Grikkir reyna að slá Valsmenn út af laginu – skipta um leikstað

Myndasyrpa: Valur – Olympiacos, 30:26

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -