- Auglýsing -
Fyrstu leikir Meistaradeildar Evrópu í handknattleik fóru fram í gærkvöld. Íslenskir handknattleiksmenn voru í sviðsljósinu í tveimur viðureignum gærkvöldsins. Benedikt Gunnar Óskarsson og Sveinn Jóhannsson tóku í fyrsta sinn þátt í leikjum keppninnar með norska meistaraliðinu Kolstad Håndbold en einnig leikur Sigvaldi Björn Guðjónsson með liðinu.
Kolstad tók á móti Evrópumeisturum Barcelona í Trondheim Spektrum að viðstöddum 8.000 áhorfendum og tapaði með fimm marka mun, 35:30.
Hér fyrir neðan er samantekt úr leiknum þar sem íslensku handknattleiksmönnunum bregður fyrir.
Sjá einnig: Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla – Íslendingar mættu Barcelona
- Auglýsing -