Handknattleiksmennirnir Orri Freyr Þorkelsson leikmaður norsku meistaranna Elverum og Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon eru á meðal þeirra sem skoruðu snotrustu mörkin í Meistaradeildinni og í Evrópudeildinni í vikunni.
Handknattleikssamband Evrópu hefur að vanda tekið saman myndskeið með fimm mörkum sem þóttu afar vel heppnuð í leikjum mótanna tveggja á síðustu dögum. Myndskeiðin er að finna hér fyrir neðan.
Á fyrra myndskeiðinu er eitt fimm marka Orra Freys í leik Elverum og Nantes í Elverum á miðvikudagskvöldið.
𝗧𝗢𝗣 𝟱 GOALS – 𝗥𝗢𝗨𝗡𝗗 12 𝗠𝗔𝗖𝗛𝗜𝗡𝗘𝗦𝗘𝗘𝗞𝗘𝗥 #ehfcl 💥
— EHF Champions League (@ehfcl) February 17, 2023
5️⃣ Morten OLSEN | #GOG
4️⃣ Dean BOMBAC | @pickhandball
🥉 Szymon SICKO | @kielcehandball
🥈 Orry F ÞORKELSSON | @ElverumHandball
🥇 Vladan LIPOVINA | @SCMagdeburg
Which player did you like the most? 🤯 pic.twitter.com/UgqOaS7RIn
Hér fyrir neðan er eitt níu marka Magnúsar Óla fyrir Val í sigurleiknum á TM Benidorm í Origohöllinni á þriðjudagskvöldið. Um leið er minnst á síðasta heimaleik Vals í riðlakeppni Evrópukeppninni sem fram fer á þriðjudagskvöldið og hefst klukkan 19.45.
We got some 𝒔𝒂𝒗𝒂𝒈𝒆 𝒈𝒐𝒂𝒍𝒔 😱 last night 🔥
— EHF European League (@ehfel_official) February 15, 2023
5️⃣ Hans Lindberg | @FuechseBerlin 🦊
4️⃣ Mads Mensah | @SGFleHa 🚀
3️⃣ Arnaud Bingo | @SLBenfica 🦅
2️⃣ Magnús Óli Magnússon | Valur 🔴⚪️
1️⃣ Emil Bergholt | @SkjernHaandbold 🟢⚪️ pic.twitter.com/EWCw5QHrJC