Orri Freyr Þorkelsson fór öðru sinni á einni viku á kostum með Sporting Lissabon í kvöld þegar liðið lagði efsta lið þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin í annað sinn í röð í riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik, 32:28, í Lissabon.
Locker room celebrations like no other 🍾#ehfel #elm #allin pic.twitter.com/nmNdEij5FW
— EHF European League (@ehfel_official) February 27, 2024
Orri Freyr skoraði átta mörk í níu skotum og var næst markahæstur í liðinu. Sporting hefur þar með tryggt sér efsta sæti 4. riðils 16-liða úrslita og þar af leiðandi sæti í átta liða úrslitum.
Füchse Berlin sem vann Evrópudeildina á síðasta vori verður að gera sér að góðu að taka þátt í krossspili við lið úr 3. riðli til þess að ná sæti í átta liða úrslitum.
This is how you celebrate your 𝗱𝗶𝗿𝗲𝗰𝘁 𝘁𝗶𝗰𝗸𝗲𝘁𝘀 to the quarter-finals! 🤩#ehfel #elm #allin pic.twitter.com/pJv6grI0oJ
— EHF European League (@ehfel_official) February 27, 2024
Orri Freyr og félagar voru með yfirhöndina í leiknum á heimavelli frá upphafi til enda í kvöld og var ærlega fagnað að leikslokum, jafnt á meðal leikmanna sem stuðningsmanna.
Viktor Gísli lék Pólverja grátt
Viktor Gísli Hallgrímsson átti einnig stórleik í kvöld með Nantes í stórsigri liðsins á pólska liðinu Górnik Zabrze, 31:22, í Póllandi en liðin eru í 1. riðli 16-liða úrslita. Viktor Gísli varði 15 skot, 45,4%. Vissu leikmenn Górnik Zabrze ekki sitt rjúkandi ráð á köflum gegn íslenska landsliðsmarkverðinum sem lék þá einnig grátt í fyrri viðureign liðanna í síðustu viku.
Nantes er einnig öruggt um efsta sætið í sínum riðli og þar með nokkuð ljóst að þrjú lið með íslenska handknattleiksmenn verða í átta liða úrslitum. Eins og handbolti.is sagði frá fyrr í kvöld á Flensburg efsta sætið í 3. riðli svo gott sem víst.
Úrslit kvöldsins og staðan í riðlunum: