- Auglýsing -
- Auglýsing -

Náðum að sýna alvöru karakter í síðari hálfleik

Elín Rósa Magnúsdóttir leikmaður Vals var frábær í undanúrslitaleiknum við ÍR. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við vorum ekki með á nótunum í fyrri hálfleik. Leikur okkar var óagaður og færanýting slæm auk þess varnarleikurinn var ekki góður. Við vorum sammála um það í hálfleik að við ættum mikið inni. Okkur tókst svo sannarlega að sýna fram á það í síðari hálfleik,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir leikstjórnandi Vals eftir níu marka sigur á ÍBV, 33:24, í 17. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld. Elín Rósa og félagar fóru á kostum í síðari hálfleik og unnu hann með tíu marka mun.

„Sérstaklega vantaði upp á varnarleikinn hjá okkur í fyrri hálfleik. Við vorum alls ekki nógu grimmar sem sýndi sig í að við vorum með alltof fá stopp á þeim tíma. Auk þess var færanýtingin ekki viðunandi í sóknarleiknum. Í síðari hálfleik tókst okkur að ná alvöru karakter inn í leikinn,“ sagði Elín Rósa.

Valur er með 32 stig eftir 17 leiki og staða liðsins afar góð þegar fjórar umferðir eru eftir. „Við verðum að halda áfram á þessari braut. Hvert stig verður talið þegar upp verður staðið,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir leikmaður Vals skiljanlega ánægð með góðan sigur þegar handbolti.is heyrði í henni hljóðið að leikslokum.

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

Var eins og svart og hvítt

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -