- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðni Þór brást ekki bogalistin

Óðinn Þór Ríkharðsson leikmaður Kadetten Schaffhausen og íslenska landsliðsins. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson lét sér nægja að skora sex mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í dag þegar liðið vann HC Kriens-Luzern með átta marka mun á heimavelli í lokaumferð svissnesku A-deildarinnar í handknattleik, 36:28. Óðinn skoraði fjögur af mörkum sínum úr vítaköstum. Þess má geta að hann missti ekki marks í einu skoti í leiknum.


Kadetten Schaffhausen hafnaði í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir HC Kriens-Luzern sem stillti ekki upp sínu allra sterkasta liði í dag. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten Schaffhausen sem á meistaratitil að verja frá síðasta ári.

Fyrsti leikur á miðvikudag

Framundan er úrslitakeppnin um meistaratitilinn. Ef tíðindaritari handbolta.is skriplar ekki á skötu þá mætir Kadetten liðsmönnum Surh Aarau í átta liða úrslitum. Fyrsta viðureignin er ráðgerð á miðvikudaginn í Schaffhausen.

Ólafur skoraði fjórum sinnum

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti, í fjögurra marka tapi GC Amicitia Zürich í heimsókn til Wacker Thun, 26:22.

GC Amicitia Zürich hreppti fjórða sætið og mætir BSV Bern í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Liðin eigast við í fyrsta sinn á fimmtudaginn í Zürich. Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í undanúrslit.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -