- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkur tókst að stríða þeim

Ásdís Þóra Ágústsdóttir leikmaður Vals. Mynd/Baldur29gmail.com - Valur handbolti
- Auglýsing -

„Það var stórkostlegt að spila leikinn. Frábær mæting og stemningin stórkostleg og allir á okkar bandi,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir leikmaður Vals eftir eins marks tap, 30:29, fyrir HC Dunarea Braila frá Rúmeníu í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna í Origohöllinni í gær.


Nærri 700 áhorfendur mættu á leikinn og muna elstu menn ekki eftir að fleiri hafi lagt leið sína á leik í Evrópukeppni félagsliða í kvennaflokki hér á landi.

„Okkur tókst að stríða rúmenska liðinu og vorum lengst af ekkert síðri enda spiluðum við mjög vel,“ sagði Ásdís Þóra sem skoraði fjögur mörk og var lunkin við að leika samherja sína uppi.

Mikill hraði

„Dunarea leikur hraðan og skemmtilegan handbolta sem gaman er að mæta. Okkur tókst alveg að hlaupa með. Við gáfumst aldrei upp þótt við lentum nokkrum mörkum undir. Í lokin var leikurinn orðinn hnífjafn og spennandi. Við vorum nálægt jafntefli.

Með sjálfstraust til Rúmeníu

Eftir þennan leik þá förum við fullar sjálfstrausts til Rúmeníu í síðari leikinn sem fram fer á laugardaginn. Við gefum allt í leikinn og sjáum til hverju það skilar okkur,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir leikmaður Vals við handbolta.is að loknum leik Vals og HC Dunarea Braila í Origohöllinni í gær.

Síðari viðureign HC Dunarea Braila og Vals fer fram í Braila í Rúmeníu á laugardaginn og hefst klukkan 14.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -