- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Alfreð og Þjóðverjar fara vel af stað

Alfreð Gíslason léttur í bragði. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason fagnaði sigri með þýska landsliðinu í fyrsta leik þess í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna síðdegis í dag. Þjóðverjar lögðu Svía í hörkuleik, 30:27, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 12:11. Þjóðverjar, Spánverjar og Króatar hafa þar með tvö stig hvert eftir fyrstu umferð í A-riðli leikanna.

Fyrri hálfleikur einkenndist af varnarleik en ekki síst af markvörslu. Nafnarnir Andreas Palicka og Andreas Wolff fóru á kostum í fyrri hálfleik, ekki síst fyrsta stundarfjórðunginn. Varla var skorað mark. Aðeins liðkaðist um þegar á leið en viðureignina var í járnum.

Þjóðverjar urðu fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleik þegar Juri Knorr var vikið af leikvelli fyrir að slá höndinni í andlit sænsks leikmanns. Alltof harður dómur hjá dönsku dómurunum. Auk þess þá meiddist hornamaðurinn Tim Hornke eftir 55 sekúndna leika og kom ekkert við sögu eftir það.

Þjóðverjar tóku frumkvæðið þegar á leið síðari hálfleiks. Varnarleikur liðsins var frábær með Wolff vel á verði að baki. Svíum gekk bölvanlega að brjóta vörn þýska liðsins á bak aftur.

Renars Uscins fór á kostum í sóknarleik Þjóðverja sem gekk vel og einkenndist af þolinmæði sem skilaði svo sannarlega árangri.

Þýskaland mætir Japan eldsnemma á mánudagsmorgun. Svíar leika síðar saman dag við Spánverja.

Mörk Þýskalands: Renars Uscins 8, Johannes Golla 5, Luca Witzke 4, Lukas Mertens 3, Julan Köster 3, Marko Grgic 3/2, Juri Knorr 2, Christoph Steinert 1, Jannik Kohlbacher 1.
Varin skot: Andreas Wolff 13, 34% – David Späth 0.

Mörk Svíþjóðar: Hampus Wanne 8/4, Sebastian Karlsson 5, Albin Lagergren 4, Lukas Sandell 3, Oscar Bergendahl 3, Joans Carlsborgaard 3, Jim Gottfridsson 1.
Varin skot: Andreas Palicka 13, 36% – Tobais Thulin 2, 25%.

Leikjadagskrá ÓL.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -