- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Egyptar lögðu Norðmenn og innsigluðu sæti í 8-liða úrslitum

Kampakátir leikmenn egypska landsliðsins eftir sigurinn á Noregi sem tryggði þeim sæti í átta liða úrslitum. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Egyptar lögðu Norðmenn í kvöld, 26:25, og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París. Litlu máttu þó muna að egypska liðið missti sigurinn niður í jafntefli, eins og það gerði gegn Frökkum á dögunum. Norska liðið sótti hart að egypska liðinu á endasprettinum.

Mohammad Sanad tapaði boltanum átta sekúndum fyrir leikslok. Norðmenn geystust fram í sókn en skot Simet Lyse var varið af Mohamed Aly, traustum markverði egypska liðsins.

Þar með tapaði norska liðið í fyrsta sinn í keppninni á Ólympíuleikunum. Danska landsliðið er það eina sem ennþá er taplaust. Danir lögðu Ungverja, 28:25, eftir nokkurn barning í morgun. Danir eiga efsta sætið í B-riðli víst þótt ein umferð sé eftir. Danska liðið mætir þar með liðinu sem hafnar í fjórða sæti A-riðils sem alls er óvíst hvað verður.

Frakkar unnu Argentínumenn, 28:21, í dag og halda þar með í vonina um að ná fjórða sæti B-riðils og keppnisrétti í átta liða úrslitum. Frakkar leika við Ungverja á sunnudaginn og nægir jafntefli. Ungverjar þurfa á hinn bóginn á sigri að halda til þess að skáka Frökkum og skilja þá eftir með sárt ennið.

Leikir B-riðils í síðustu umferð á sunnudag:
4. ágúst: Egyptaland – Argentína, kl. 9.
4. ágúst: Ungverjaland – Frakkland, kl. 14.
4. ágúst: Danmörk – Noregur, kl. 17.

Noregur – Egyptaland 25:26 (13:14).
Mörk Noregs: Harald Reinkund 7, Tobias Grøndahl 4, Kristian Bjørnsen 3, Simen Ulstad Lyse 3, Sebastian Barthold 3, Sander Sagosen 2, Gabriel Setterblom 1, Magnus Gullerud 1, Petter Ørverby 1.
Varin skot: Torbjørn Bergerud 6/3, 23% – Kristian Sæverås 0.
Mörk Egyptalands: Yahia Omar 7/3, Ahmed Hesham 4, Ahmed Adel 4, Seif Eldera 3, Omar Elwakil 3, Yehia Elderaa 2, Mohammad Sanad 1, Mohab Abdelhak 1, Ibrahim Elmasry 1.
Varin skot: Mohamed Aly 7/1, 35% – Karim Hendawy 1, 8%.

Ungverjaland – Danmörk 25:28 (14:16).
Mörk Ungverjalands: Zoran Ilic 5, Richard Bodo 4, Bence Banhidi 4, Gero Fazekas 3, Miklos Rosta 3, Mate Lekai 2, Gabor Ancsin 2, Pedro Rodriguez 2.
Varin skot: Roland Mikler 14, 40% – Lazlo Bartucz 0.
Mörk Danmerkur: Mathias Gidsel 8, Mikkel Hansen 5/5, Lukas Jørgensen 5, Rasmus Lauge 4, Simon Pytlick 3, Thomas Arnoldsen 2, Emil Jakobsen 1.
Varin skot: Niklas Landin 10, 29%.

Argentína – Frakkland 21:28 (8:15).
Mörk Argentínu: James Parker 7, Pablo Simonet 5/1, Lucas Moscariello 3, Federico Fernanddez 2, Federico Pizarro 1, Nicolas Bono 1, Andres Moyano 1, Pedro Martinez Cami 1.
Varin skot: Juan Bar 8/1, 33% – Leonel Maciel 4, 27%.
Mörk Frakklands: Hugo Descat 8/4, Elohim Prandi 5, Dika Mem 3, Nicolas Tournat 3, Lidovic Fabregas 3, Nikola Karabatic 2, Valentin Porte 2, Karl Konan 1, Aymeric Minne 1.
Varin skot: Vincent Gerard 12, 60% – Remi Desbonnet 6/2, 32%.

Leikjadagskrá.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -