- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Valinn sá mikilvægasti aðra leikana í röð

Daninn Mathias Gidsel er aðeins 25 ára gamall. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Daninn Mathias Gidsel var ekki aðeins Ólympíumeistari í handknattleik með danska landsliðinu í gær og markahæsti leikmaður keppninnar í karlaflokki heldur var hann ennfremur valinn mikilvægasti eða besti leikmaðurinn sem lék með liðunum 12 sem reyndu með sér. Gidsel var einnig valinn mikilvægasti eða besti leikmaður handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum.

Gidsel, sem fæddist 8. febrúar 1999 í Skjern á Jótlandi, fór á kostum í leikjunum átta með danska landsliðinu í Frakklandi. Hann skoraði nærri átta mörk að jafnaði í leiknum auk þess sem hann gaf að jafnaði fimm stoðsendingar í hverri einustu viðureign.

Gidsel hefur verið markakóngur þriggja síðustu stórmóta auk til viðbótar við að verða næst markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar leiktíðina 2023/2024. Athyglisvert er einnig við Gidsel að hann tekur aldrei vítaköst, hvorki fyrir danska landsliðið né félagslið sitt, Füchse Berlin.

Auk Gidsel voru þrír danskir leikmenn valdir í úrvalslið Ólympíuleikanna, tveir Þjóðverjar, einn Slóveni og einn Spánverji. Langt er um liðið síðan að Frakkar hafa ekki átt leikmann í úrvalsliði stórmóts.

Hér fyrir neðan má sjá hverjir skipa úrvalslið ÓL í karlaflokki:

ÓL: Hin einstaka Lunde valin sú besta

ÓL: Hagman markahæst – Lunde efst markvarða

ÓL: Gidsel markahæstur – 13 markverðir yfir 30% markvörslu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -