- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómögulegt að veðja á úrslit

Handboltinn er kominn af stað á nýjan leik eftir sumarleyfi. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Rimman á milli KA/Þórs og ÍBV hefur verið mjög áhugaverð þar sem ÍBV-liðið var ekki sannfærandi á keppnistímabilinu á sama tíma og KA/Þórsliðið hefur var stórkostlegt. Það hefur verið unun að horfa á Akureyarliðið,“ sagði Harpa Melsteð, fyrrverandi landsliðskona og margfaldur meistari með Haukum í samtali við handbolta.is í gær þegar hún var beðin um að líta á oddaleik deildarmeistara KA/Þórs og ÍBV í undanúrslitum Olísdeildar kvenna sem fram fer í KA-heimilinu í dag og hefst klukkan 15.


„Í ljósi þess sem var á undangengið kom fyrsti leikurinn mér mjög á óvart og að KA/Þórsliðið gaf eftir í síðari hálfleik meðan baráttan var í algeymi hjá ÍBV. Maður gat ekki annað en hrifist með,“ sagði Harpa sem mun sitja límd við sjónvarpið í á meðan leikurinn fer fram.

„Ég var stödd í fermingaveislu í Eyjum þegar fyrsti leikurinn fór fram. Að sjálfsögðu var leikurinn í gangi í sjónvarpinu í veislunni og stemningin gríðarlega góð á meðal veislugesta,“ sagði Harpa sem verður heima við í dag.

Mega ekki fara í eltingaleik

„Til þess að eiga möguleika á að vinna leikinn verður ÍBV-liðið að byrja mikið betur en það gerði á miðvikudaginn á heimavelli. Það er alveg ljóst. Þær voru alltof hægar og skoruðu aðeins sex mörk. Þeim tókst þó að koma sér inn í leikinn en það hinsvegar mjög vont að vera í eltingaleik frá upphafi,“ sagði Harpa.

Sterkt að vinna í Eyjum

„Það var mjög sterkt hjá KA/Þór að vinna leikinn í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn í þeirri stemningu sem þar var. Það gerist vart skemmtilegra en að mæta í þá gryfju sem þar er og vinna. Til þess þarf sterk bein. Ég vona að við fáum brjálaða stemningu í oddaleikinn. Það er svolítið pressa á stuðningsmönnum KA/Þórs að mynda mikla stemingu í húsinu.“

Meiri pressa á KA/Þór

Harpa segir meiri pressu vera á liði KA/Þórs en ÍBV. Eftir að hafa leikið vel í vetur og unnið deildina þá væru það meiri vonbrigði fyrir leikmenn norðaliðsins en Eyjaliðið að komast ekki í úrslitaleikina við Val um Íslandsmeistaratitilinn. „Í ljósi tímabilsins þá á KA/Þór kannski meira skilið að komast í úrslitaleikina. Hinsvegar er aldrei spurt að því þegar út í úrslitakeppnina er komið. Það eldmóður í Eyjaliðinu og ef það byrjar leikinn almennilega þá eiga það góða möguleika á að vinna.

Ásdís Guðmundsdóttir á auðum sjó á móti Marta Wawrzynkowska hinum sterka markverði ÍBV í fyrsta leik KA/Þórs og ÍBV í undanúrslitum. Karolina Anna Olszowa og Sunna Jónsdóttir fylgjast með. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Ég mjög erfitt með að veðja á það hvort liðið fer með sigur úr býtum í dag. Hungrið er fyrir hendi hjá þeim báðum til þess að fara alla leið,“ sagði Harpa Melsteð, fyrrverandi landsliðskona og margfaldur meistari með Haukum í samtali við handbolta.is í gær.


Leikur KA/Þórs og ÍBV hefst klukkan 15 í dag i KA-heimilinu og verður m.a. hægt að fylgjast með honum á Stöð 2 Sport.

Nasanefur af stemningunni í Eyjum á miðvikudaginn í öðrum leik liðanna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -