U17 ára landsliðs karla gerði sér lítið fyrir og lagði lið Króatíu með þriggja marka mun og tryggja sér fimmta sæti á Opna Evrópumótinu í handknattleik í dag. Lokatölur 35:32 eftir framlengingu, í leik sem fram fór í Scandinavium íþróttahöllinni glæsilegu í Gautaborg.
Hamur rann á Óskar Þórarinsson markvörð í framlengingunni. Hann varð 10 skot og vissu leikmenn króatíska liðsins ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Lagði Óskar þar með grunn að sigrinum.
Óskar fékk aðeins á sig tvö mörk í framlengingunni og sóknarmenn íslenska landsliðsins fylgdu því eftir með fimm mörkum.
Frábær sigur hjá strákunum sem fara heim með góðar minningar eftir hörkugóða daga í Gautaborg. Næsta verkefni liðsins verður að taka þátt í Evrópudögum Ólympíuæskunnar í Slóvakíu undir lok þessa mánaðar.
Ísland var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12.
Mörk Íslands: Ágúst Guðmundsson 10, Stefán Magni Hjartarson 9, Dagur Árni Heimisson 7, Harri Halldórsson 3, Þórir Ingi Þorsteinsson 3, Hugi Elmarsson 1, Antoine Óskar Pantano 1, Magnús Dagur Jónatansson 1.
Varin skot: Óskar Þórarinsson 16, Sigurjón Bragi Atlason 1.
Aðrar fréttir af U17 ára liðinu:
Opna EM: Leika um 5. sætið við Króata
U17 ára landsliðið flogið á vit ævintýra í Gautaborg
U17 ára fór hressilega af stað á Opna EM í Gautaborg
Opna EM: Hittu fyrir ofjarla sína í morgun
Opna EM: Öruggur íslenskur sigur á Pólverjum
Opna EM: Frakkar reyndust sterkari
Opna EM: Sviss skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu
Opna EM: Strákarnir leika um fimmta sætið í Gautaborg