- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Partille-mótið tekur upp heitið heimsbikarmót

Sigurglaðir leikmenn KA eftir að hafa tekið við verðlaunum sínum í sólinni í Partille sumarið 2022. Mynd/Facebook
- Auglýsing -

Partille Cup, alþjóðlega handknattleiksmót barna og unglinga, sem íslenska félagslið hafa verið dugleg að sækja í gegnum árin, hefur breytt um nafn og heitir nú Partille World Cup. Nýtt nafn á að endurspegla betur vægi mótsins á alþjóðlegum vettvangi.

Á síðasta ári voru 60 ár liðin frá fyrsta Partille cup mótinu. Fyrstu árin var mótið nánast bundið við sænsk félagslið en eftir að kom fram á áttunda áratug síðustu aldar óx mótinu jafn og þétt fiskur um hrygg og nú er svo komið að keppendur koma frá öllum hornum heimsins. Á síðasta ári voru þátttakendur 23 þúsund frá 97 löndum. Kappleikir voru um 5.000.

„Við erum stærsta og alþjóðlegasta handboltamót heims. Með nafnabreytingunni verða tengsl milli nafnsins og stærðar og stöðu mótsins skýrari,“ segir Fredrik Andersson framkvæmdastjóri um nafnabreytinguna í tilkynningu.

Mótið fer fram viðsvegar um Gautaborg og er í umsjón íþróttafélagsins IK Sävehof.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -