- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Partizan andstæðingur FH-inga í 99. Evrópuleiknum

Fagna FH-ingar eftir 99. Evrópuleikinn í kvöld? Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Mikið verður um dýrðir í Kaplakrika af þessu tilefni auk þess sem um er að ræða 99. leika karlaliðs FH í Evrópukeppni í handknattleik. Slegið verður upp veislu í Kaplakrika eins og FH-ingum einum er lagið. Gott er mæta snemma í Krikann og njóta veitinga sem verða á boðstólum.

Partizan er eitt af rótgrónu félagsliðum Serbíu frá tímum Júgóslavíu. Liðið er sem stendur í fjórða sæt úrvalsdeildarinnar í heimalandinu með átta stig að loknum fimm leikjum. Eina tapið til þessa var gegn Vojvodina, 32:24. Vojvodina vann Evrópubikarkeppnina í vor.


FH vann gríska liðið Diomidis Argous samanlagt 58:50 í tveimur leikjum í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í síðasta mánuði.

RK Partizan sat yfir í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar. Á síðustu leiktíð vann RK Partizan færeysku meistaranna H71 í fyrstu umferð, 62:51, samanlagt í tveimur leikjum.

Í næstu umferð féll RK Partizan úr leik eftir tvær viðureignir við RK Gorenje Velenje sem þá var meistari í Slóveníu. Gorenje Velenje vann heimaleikinn 28:20 en tapaði í Belgrad, 29:27, samanlagt 55:49.

Í leikmannahópi RK Partizan eru 16 Serbar, tveir Bosníumenn, tveir frá Norður Makedóníu og einn Grikki.

Aleksandar Blagojevic þjálfari liðsins er 53 ára gamall. Hann lék um árabil með Partizan og fleiri liðum í Serbíu. Einnig var hann leikmaður með félagsliðum á Spáni og í Portúgal. Blagojevic var um skeið þjálfari í Grikklandi en hefur unnið fyrir RK Partizan frá 2007.

RK Partizan varð síðast meistari í Serbíu árið 2012, vann þá annað árið í röð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -