- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Pólska meistaraliðinu hefur verið bjargað

Talant Dujshebaev verður væntanlega verður áfram hjá Kielce eftir að nýr styrktarsamningur var gerður við stórfyrirtæki. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Útlit er fyrir að tekist hafi að bjarga pólska meistaraliðinu, Vive Kielce, yfir erfiðasta fjárhagslega hjallinn. Félagið hefur nánast verið á fjárhagslegri gjörgæslu síðustu mánuði eftir að helsti bakhjarlinn, drykkjarvörurisinn Van Pur, þess sagði upp samningi sínum í lok síðasta árs.

Bertus Servaas forseti Kielce tilkynnti í vikunni að náðst hafi samningur við gólfefnaframleiðandann Barlinek um að verða einn helsti bakhjarl félagsins næstu árin. Í lok mars kom fram að félagið hefði frest fram eftir apríl mánuði til þess að bjarga sér frá hörmungum.


Vegna þessa verður nafn fyrirtækisins tekið upp í heiti keppnisliðsins sem nefnist nú Barlinek Industria Kielce.

Feðgarnir verða um kyrrt

Þar með er talið sennilegt að Dujshebaev-feðgarnir verði um kyrrt hjá Kielce auk fleiri öflugra leikmanna sem félagið hefði ekki haft ráð á að halda ef ekki hefði komið til aukið fjármagn inn í reksturinn. Dujshebaev-feðgarnir voru sagðir undir smásjá ungverska liðsins Pick Szeged.

Nítján meistaratitlar

Kielce hefur verið eitt öflugasta handknattleikslið Evrópu í karlaflokki um árabil. Liðið lék til úrslita í Meistaradeild Evrópu fyrir ári og er nú komið í átta í liða úrslit keppninnar. Ekkert félag hefur oftar unnið pólska meistaratitilinn en Kielce, alls nítján sinnum. Sjö ár eru síðan Kielce vann Meistaradeild Evrópu í karlaflokki.


Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er samningsbundinn Barlinek Industria Kielce fram á mitt árið 2025. Haukur er á góðum batavegi eftir að hafa slitið krossband í byrjun desember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -