- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ragnarsmótið hefst í kvöld á Selfossi 36. árið í röð

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ragnarsmótið í handknattleik hefst í Sethöllinni á Selfossi í kvöld og verður þetta í 36. árið í röð sem félagið stendur fyrir mótinu. Í kvöld hefst keppni í karlaflokki en á þriðjudaginn í næstu viku verður blásið til leiks í kvennaflokki.

Leikið verður í kvöld, á miðvikudag, fimmtudag og loks á laugardag þegar úrslit ráðast. Sex lið eru skráð til leiks að þessu sinni: Víkingur, ÍBV, Selfoss, Grótta, Þór og Haukar U.

Mótið er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson. Að vanda eru frítt á alla leiki og ætlar Selfoss TV að vera með beinar útsendingum frá öllum leikjum, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss sem heitir einnig að auglýsa hlekki á útsendingar og fara yfir dagskrá, úrslit og stöðu mála hér inni á viðburði sem stofnaður hefur verið á Facebook.

A-riðill: Grótta, Haukar U, Selfoss.
B-riðill: ÍBV, Víkingur, Þór.

Leikjadagskrá

19. ágúst – mánudagur:
Kl. 18: Víkingur – ÍBV.
Kl. 20.15: Selfoss – Grótta.

21 .ágúst – miðvikudagur:
Kl. 18: ÍBV – Þór.
Kl. 20.15: Selfoss – Haukar U.

22. ágúst – fimmtudagur:
Kl. 18: Haukar U – Grótta.
Kl. 20.15: Þór – Víkingur.

24. ágúst – laugardagur:
Kl. 13: 5. sæti.
Kl. 15: 3. sæti.
Kl. 17: Úrslitaleikur.



- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -