- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rússnesku liðin biðu skipbrot

Ryu Eun-hee og félagar í Györ halda sigurgöngu sinni áfram í Meistaradeildinni. EKki gengur jafnvel hjá sumum öðrum í keppninni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sjöttu umferðinni í Meistaradeild kvenna lauk í gær með fjórum leikjum. Esbjerg og Rostov-Don áttust við í A-riðli þar sem að danska liðið vann öruggan sjö marka sigur 25-18 og eru komið upp fyrir rússneska liðið í riðlinum með níu stig.


Í Þýskalandi tók Dortmund á móti Podravka þar sem aldrei lék vafi á hvorum meginn sigurinn hafnaði en Dortmund vann með 24 marka mun, 38-14. Mestu tíðindi leiksins voru þau að Alina Grijseels leikmaður Dortmund skoraði fleiri mörk í leiknum en leikmenn Podravka gerðu samanlangt. Grijseels skoraði 15 mörk.


Í B-riðli voru einnig tveir leikir. Nýliðar Kastamonu tóku á móti franska liðinu Metz þar sem að gestirnir unnu með tíu marka mun, 30-20. Í hinum leik riðilsins tóku CSKA á móti Odense þar sem var leikið fyrir luktum dyrum vegna sóttvarnarreglna í Rússlandi. Danska liðið hafði betur, 28-21.


A-riðill:


Esbjerg 25-18 Rostov-Don (13-10).

⦁ Marit Rosberg Jacobsen sneri aftur í lið Esbjerg og lék sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hún lét heldur betur til sín taka og skoraði 8 mörk.

⦁ Í stöðunni 4-3 fyrir Rostov kom góður 4-0 kafli hjá danska liðinu og þær sneru leiknum í 7-4 sér í vil. Sá kafli var lykilinn að sigri Esbjerg.

⦁ Þetta er annar leikurinn í röð sem Rostov tekst ekki að skora fleiri en 20 mörk. Rostov Don hefur ekki skorað færri mörk í leik síðan það mætti Metz í febrúar 2019.

⦁ Esbjerg og Rostov hafa fengið fæst mörk allra liða í Meistaradeildinni á þessari leiktíð, 23,6 mörk að meðaltali í leik.

⦁ Grace Zaadi og Polina Kuznetsova skoruðu níu mörk hvor fyrir Rostov, eða helming marka liðsins í leiknum.

⦁ Danska liðið er nú ósigrað í fjórum leikjum í röð og vantar aðeins tvo leiki í viðbót til þess að bæta met sitt í Meistaradeildinni.

Dortmund 38-14 Podravka (16-8).

⦁ Alina Grijseels sem skoraði 15 mörk og er nú markahæst í Meistaradeildinni með 53 mörk.

⦁ Dortmund bætti sinn fyrri árangur um stærsta sigur í Meistaradeildinni, stærsti sigur liðsins til þessa var átta marka sigur gegn Odense í febrúar 2021.

⦁ Þýska liðið setti einnig félagsmet yfir flest mörk skoruð í einum leik, bætti metið um fimm mörk.

⦁ Goran Mrdjen nýr þjálfari Podravka gat ekki komið í veg fyrir að liðið tapaði sínum fimmta leik í röð.

⦁ Eftir góða byrjun króatíska liðsins í Meistaradeildinni hefur ekkert gengið í undanförnum leikjum. Liðið hefur aðeins unnið 11 af síðustu 64 leikjum sínum í Meistaradeildinni.

⦁ Podravka er nú í sjöunda sæti í riðlinum fjórum stigum á eftir CSM Búkaresti sem er í því sjötta.

B-riðill:

Kastamonu 20-30 Metz (9-13).

⦁ Tyrkneska liðið leiddi aðeins einu sinni í leiknum þegar það var, 3-2, yfir eftir fimm mínútna leik.

⦁ Metz náði þrívegis þrettán marka forystu í seinni hálfleik.

⦁ Aristide N’Gouan var markahæst í liði Metz með sex mörk en hjá Kastamonu var Jovanka Radicevic markahæst með fimm mörk.

⦁ Franska liðið er nú í öðru sæti riðilsins með átta stig eftir fimm leiki.
⦁ Merve Durdu markvörður Kastamonu átti ágætan leik. Hún varði 13 skot.

CSKA 21-28 Odense (13-14).

⦁ Danska liðið komst í eins marks forystu nokkrum sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar að Mia Rej skoraði, 14-13.

⦁ Í seinni hálfleik skoraði danska liðið níu mörk í röð og komst yfir, 24:15.

⦁ Mia Rej var markahæst í liði Odense með átta mörk en Ekaterina Ilina skoraði sex mörk fyrir CSKA.

⦁ Odense er í þriðja sæti B-riðlis og heldur áfram sigurgöngu sinni á útivelli en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á útivelli.

⦁ CSKA tapaði hins vegar sínum fyrsta heimaleik en liðið er nú í fimmta sæti riðilsins með sex stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -