- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sænski vandræðagemsinn leggur skóna á hilluna

Christoffer Brännberger í leik með Kadette Schaffhasen fyrir nokkrum árum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sænski handknattleiksmaðurinn Christoffer Brännberger hefur ákveðið að leggja keppnisskóna á hilluna eftir að hafa fengið enn eitt keppnisbannið fyrir grófan leik í sænsku úrvalsdeildinnni með liði sínu Önnereds. Brännberger tilkynnti ákvörðun sína í gærkvöld eftir að hafa verið úrskurðaður í tveggja mánaða keppnisbann fyrir gróft brot í keppnisleik.


Brännberger, sem er 32 ára gamall, hefur ítrekað komist í fréttir fyrir fólskulegan leik eftir að hann kom heim til Svíþjóðar að lokinni fimm ára veru með félagsliðum í Noregi og í Sviss. Steininn tók úr eftir að Brännberger gekk til liðs við Önnereds fyrir tveimur árum.

Meira og minna í banni

Meðal annars var hann fyrir ári nýlega búinn að afplána 11 leikja bann fyrir grófan leik þegar hann sló andstæðing með krepptum hnefa í hálsinn í leik í sænsku úrvalsdeildinni. Eftir það var hann úrskurðaður í bann síðasta keppnistímabil á enda.

Í kastljósinu

Brännberger lét sér þetta ekki að kenningu verða. Hann komst fljótlega í sviðsljósið þegar keppni hófst í haust í sænsku deildinni. Reyndar beindust kastljósin að Brännberger strax í æfingaleikjum síðsumars. Fyrir skemmstu hljóp hann enn einu sinni illlega á sig í kappleik. Aganefnd sænska handknattleikssambandsins tvínónaði ekki og úrskurðaði Brännberger í tveggja mánaða leikbann.

Félagið gafst upp

Eftir að úrskurðurinn féll í gær gafst Önnered alveg upp á kappanum og tilkynnti að Brännberger léki ekki fleiri leiki fyrir félagið. Brännberger sendi svo frá sér yfirlýsingu í kjölfarið að hann hafi ákveðið að gefast upp á handknattleiksiðkun.

Tengdar fréttir:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -