- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sáttur með sigurinn en segir leikmann sinn hafa mætt ósanngirni

Einar Jónsson þjálfari Fram. Ljósmynd /Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Fyrst og fremst er ég ánægður með að vinna leikinn,“ sagði Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik karla eftir tveggja marka baráttusigurliðsins á Gróttu, 30:28, í 12. umferð Olísdeild karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld.


„Við hefðum svo sem getað verið búnir að gera út um leikinn þegar á leið síðari hálfleik en Einar Baldvin markvörður Gróttu kom hrikalega sterkur inn og varði oft frá okkur í dauðafærum. Við sköpuðum okkur fullt af færum og því hefði ég viljað að við skoruðum mikið fleiri mörk. Eins hefði ég viljað fá fleiri varin skot hjá en sigurinn skiptir mestu máli,“ sagði Einar en með sigrinum færðist lið hans upp á hlið Aftureldingar í fjórða til fimmta sæti með 15 stig.

Einar Baldvin Baldvinsson var í stuði síðari hálfleik. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Ósáttur við rauða spjaldið

Marko Coric lék kveðjuleik sinn fyrir Fram í kvöld en hann var leystur undan samningi að eigi ósk á dögunum. Coric fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks og lauk þar með þátttöku sinni fyrr en vonir stóðu til í kveðjuleiknum. Einar var afar ósáttur við rauða spjaldið.

Svavar Ólafur Pétursson dómari lyfti rauða spjaldinu í Hertzhöllinni í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Coric fékk ósanngjarna meðferð

„Frá mínum bæjardyrum séð var þetta algjör þvæla. Hann [Coric] hefur fengið mjög ósanngjarna meðferð finnst mér miðað við marga hér á landi. Þannig að þetta kemur mér ekkert á óvart. Fyrst og fremst var þetta leiðinlegt þar sem hann var leika sinn síðasta leik með okkur. Það er fullt af öðrum leikmönnum sem aldrei hefðu fengið rautt spjald. Það er á kristaltæru,“ sagði Einar sem sér eftir Coric enda hefur hann leikið stórt hlutverk í Framliðinu, jafnt í vörn sem sókn.

Einar segir óvíst hvort einhver komi til Fram eftir áramót til þess að fylla það skarð sem Coric skilur eftir sig. „Við skoðum það og sjáum til hvort einhverjir leikmenn eru á lausu. Það væri óskastaða fyrir mig sem þjálfara,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram.

Olísdeildin í kvöld – úrslit, markaskor, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -