- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Símon Michael söðlar um í sumar og leikur með FH

Símon Michael Guðjónsson t.h. ásamt Ásgeiri Jónssyni formanni handknattleiksdeildar FH. Mynd/FH
- Auglýsing -

Vinstri hornamaður HK og 21 árs landsliðsins í handknattleik, Símon Michael Guðjónsson, söðlar um eftir keppnistímabilið og gengur til liðs við FH. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH sem segir frá þessum tíðindum á samfélagsmiðlum sínum í dag.


Símon Michael hefur leikið með meistaraflokki HK undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur. Hann er nú um stundir markahæsti leikmaður liðsins í Grill 66-deildinni með 93 mörk í 14 leikjum. HK vann sér á dögunum sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð.


Símon Michael hefur átt sæti í yngri landsliðum Íslands undanfarin á og var m.a. með á EM 19 ára landsliða sumarið 2021 og á EM 20 ára landsliða á síðasta sumri. Eins lék Símon Michael með U21 ár landsliði Íslands í tveimur vináttuleikjum við Frakka ytra um síðustu helgina. Fyrir hjá FH eru samherjar Símons Michaels í 21 árs landsliðinu, Einar Bragi Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason. Sá fyrrnefndi yfirgaf HK á síðasta sumri.


Þess má til fróðleiks geta að Símon Michael er bróðir Sigvalda Björns Guðjónssonar landsliðsmanns og leikmanns norska stórliðsins Kolstad og Elnu Ólafar Guðjónsdóttir handknattleikskonu hjá HK sem einnig kveður félagið í sumar og gengur til liðs við Fram eins og handbolti.is sagði frá í gær.

Símon Michael er þriðji leikmaðurinn sem FH hefur samið við fyrir næsta tímabil og kemur til félagsins í sumar. Hinir eru Aron Pálmarsson og Daníel Freyr Andrésson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -