- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö lið Íslendinga í 16-liða úrslit Evrópudeildar

Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Portúgalsmeistara Sporting. Mynd/Sporting
- Auglýsing -

Sjö lið með íslenskum handknattleiksmönnum verða í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þegar þráðurinn verður tekinn upp að nýju 13. febrúar með keppni í fjórum fjögurra liða riðlum. Liðin taka með sér stig með sér riðlakeppninni sem lauk í kvöld verður framhaldið 16-liða úrslitum með nýju fyrirkomulagi.


Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik með Nantes í kvöld þegar liðið lagði Rhein-Neckar Löwen, 32:25, í Nantes og tryggði sér um leið efst sæti A-riðils. Viktor Gísli varði 15 skot, 37,5%, gegn Ýmir Erni Gíslasyni, Arnór Snæ Óskarssyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen í leik sem fram fór í Nantes. Hvorki Arnór Snær né Ýmir Örn náðu að skorað hjá landsliðsmarkverðinu í kvöld. Rhein-Neckar Löwen komst engu að síður áfram í riðlakeppni 16-liða úrslta úr riðlinum.

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Nantes og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Stiven Tobar Valencia og samherjar í Benfica voru löngu fallnir úr kapphlaupinu um sæti í 16-liða úrslitum og veða að gera sér þriðja sætið að góðu þrátt fyrir öruggan sigur á Kristianstad í Svíþjóð í kvöld, 31:27. Stiven skoraði eitt mark í leiknum.

Heiðmar Felixson og liðsmenn Hannover-Burgdorf unnu Górnik Zabrze í Póllandi í kvöld, 32:29 og unnu öruggan sigur í B-riði með 11 stigu af 12 mögulegum og verða þar með í riðli eitt í 16 liða úrslitum með Nantes, Rhein-Neckar Löwen og Górnik Zabrze.

Sannfærandi hjá Tryggva og félögum

Tryggvi Þórisson og liðsmenn Sävehof gerðu jafnteli við Gorenje Velenje, 28:28, í Króatíu og unnu C-riðil örugglega með 11 stig af 12, fimm stigum á undan Gorenje sem einnig fer í 16-liða úrslit. RK Nexe og Skjern fór áfram úr D-riðli og mæta Sävehof og Gorenje.

Teitur Örn var öflugur

Teitur Örn Einarsson skorði sex mörk og var á meðal markahæstu leikmanna Flensburg í stórsigri á HC Lovcen-Cetinje frá Svartfjallaland, 42:19, í Flens-Arena í kvöld. Flensburg varð efst í E-riðli. Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar í Kadetten Schaffhausen höfnuðu í öðru sæti riðilsins þrátt fyrir tap fyrir Elverum í Noregi, 31:27. Óðinn Þór skoraði fjögur mörk fyrir svissneska meistaraliðið.

Orra Frey brást ekki bogalistin

Orri Freyr Þorkelsson átti stórleik með Sporting á heimavelli í kvöld þegar liðið lagði Constanta frá Rúmeníu, 34:28. Orri Freyr skoraði átta mörk í átta skotum og var markahæstur hjá Sporting sem komið er í 16-liða úrslitum með Constanta úr H-riðli.


Riðlaskiptin í 16-liða úrslitum og stig sem liðin taka með sér:

Milliriðill eitt:
TSV Hannover-Burgdorf 4 stig.
HBC Nantes 2 stig.
Rhein-Neckar Löwen 2 stig.
Górnik Zabrze 0 stig.

Millirðilill tvö:
IK Sävehof 3 stig.
RK Nexe 2 stig.
Skjern 2 stig.
RK Gorenje Velenje 1 stig.

Milliriðill þrjú:
Bjerringbro-Silkeborg 2 stig.
SG Flensburg-Handewitt 2 stig.
Vojvodina 2 stig.
Kadetten Schaffhausen 2 stig.

Milliriðill fjögur:
Füchse Berlin 4 stig.
Sporting CP 2 stig.
CSM Constanta 2 stig.
Dinamo Búkarest 0 stig.

  • Riðlakeppni 16-liða úrslita hefst þriðjudaginn 13. febrúar. Liðin sem voru saman í riðlum í 32 liða úrslitum mætast ekki aftur. Úrslit í innbyrðis leikjum í 32 liða úrsltum fylgja þeim áfram í 16-liða úrslit.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -