- Auglýsing -
Þýska félagið SC Magdeburg hefur tilkynnt að Spánverjinn Antonio Serradilla gangi til liðs við félagið að nýju í sumar, aðeins einu ári eftir að hann yfirgaf það og gekk í raðir Stuttgart.
Serradilla er hávaxin vinstri skytta og kemur því til með að veita Elvar Erni Jónssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni samkeppni, þó Gísli Þorgeir spili oftast sem leikstjórnandi.
Serradilla er 27 ára gamall og skrifar undir þriggja ára samning sem tekur gildi fyrir næsta tímabil.
Með SC Magdeburg vann hann Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili en söðlaði um til Stuttgart fyrir yfirstandandi tímabil þar sem þjálfari liðsins, Bennet Wiegert, kvaðst ekki geta veitt Serradilla þann spiltíma sem hann átti skilið.
- Auglýsing -



