- Auglýsing -
Árlegur Stjörnuleikur í handknattleik fer fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum á föstudaginn klukkan 17 þar sem helstu handboltakempur Eyjamanna reyna með sér. Að vanda verður leikurinn kynntur með blaðamannafundi sem að þessu sinni verður á miðvikudaginn klukkan 18 á Einsa kalda í beinni útsendingu á ibvtv. Á fundinum verður liðsskipan kynnt og hverjir taka að sér að stýra liðunum í stórleiknum.
Um er að ræða styrktarleik eins og venjulega. Að þessu sinni rennur allur ágóði til Downsfélagsins.
Leikmenn meistaraflokka karla og kvenna hjá ÍBV sjá um að umgjörð leiksins verði fyrsta flokks.

- Auglýsing -





