- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sverrir er hættur þjálfun Fjölnis

Sverrir Eyjólfsson þjálfari fer yfir málin með leikmönnum sínum í síðasta leikhléi skömmu fyrir leikslok. Ljósmynd/Þorgils G.
- Auglýsing -

Sverrir Eyjólfsson er hættur þjálfun karlaliðs Fjölnis í handknattleik en undir stjórn hans vann Fjölnir umspil Olísdeildarinnar í gærkvöld og tryggði sér sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð. Í samtali á sigurstundu í Fjölnishöllinni í gærkvöld staðfesti Sverrir að úrslitaleikurinn og sigurinn á Þór hafi verið hans síðasti leikur sem þjálfari Fjölnis. Tvö ár eru síðan Sverrir tók við þjálfun af Guðmundi Rúnari Guðmundssyni.

Þekki ekkert annað líf

„Ég ákvað nokkuð snemma á tímabilinu að láta gott heita í vor og snúa mér í meira mæli að sinna fjölskyldunni. Ég fór strax í þjálfun þegar ég hætti að spila. Ég þekki ekkert annað en þetta fimm til átta líf þjálfarans og handknattleiksmannsins. Nú þykir mér vera kominn tími til að brjóta upp munstrið og gefa fjölskyldunni meiri tíma. Ég á ungan son og langar meðal annars að taka aðeins meiri þátt í hans lífi,“ sagði Sverrir við handbolta.is í gærkvöld.

Sverrir Eyjólfsson lengst til hægri ásamt leikmönnum sínum eftir að þeir tryggðu sér sæti í Olísdeildinni. Ljósmynd/Þorgils G.

Þakklátur fyrir tækifærið

„Vonandi heldur Fjölnir áfram að byggja upp. Ég er mjög þakklátur fyrir tækifærið sem ég fékk hjá félaginu. Þetta hefur verið skemmtilegur og lærdómsríkur tími,“ sagði Sverrir ennfremur. Hann útilokar ekki að snúa sér aftur að þjálfun í framtíðinni enda framtíðin óskrifað blað.

Sjáum til hvað setur

„Ég er haldinn álögum handboltans eins og hálf fjölskyldan mín. Það ætti ekki að koma óvart þótt ég mæti einhverntímann aftur til leiks. Þangað til ætla ég að taka mér frí. Við sjáum svo til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Sverri Eyjólfsson fráfarandi þjálfari Fjölnis eftir að hann stýrði liðinu til sigurs í umspili Olísdeildar karla í gærkvöld.

Leitin er hafin

Sveinn Þorgeirsson einn forsvarsmanna handknattleiksdeildar Fjölnis sagði við handbolta.is í gærkvöld að stjórnendur deildarinnar væru þegar byrjaðir að líta í kringum sig eftir þjálfara enda hafi ákvöðun Sverris legið fyrir um nokkurt skeið.

Sjá einnig:

Aðalmálið er að við unnum og náðum takmarki okkar

Umspil Olís karla: leikjadagskrá og úrslit

Fjölnir í Olísdeildina – eins marks sigur í oddaleiknum

Alvöru stemning í Grafarvogi

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -