- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur og félagar standa vel að vígi – stórleikur Óðins nægði ekki

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg eru öruggir um sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik eftir að þeir lögðu serbnesku meistarana Vojvodina, 42:30, í Flens-Arena í Flensburg í kvöld. Flensburg á efsta sæti riðilsins næsta víst og þar með sæti í átta liða úrslitum. Teitur Örn skoraði fjögur mörk í fimm skotum fyrir Flensburg.

Lokaumferð riðlakeppni 16-liða úrslita fer fram eftir viku. Þá sækir Flensburg danska liðið Bjerringbro/Silkeborg heim. Mikið þarf að ganga á í leiknum til þess að danska liðið taki efsta sæti af Flensburg sem vann fyrri viðureign liðanna með 10 marka mun.

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og leikmaður svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhausen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Skoraði tug marka

Bjerringbro/Silkeborg lagði Óðinn Þór Ríkharðsson og liðsmenn Kadetten Schaffhausen, 34:33, í Schaffhausen í Sviss í kvöld og er þar með öruggt um annað sætið í riðlinum.

Bjerringbro/Silkeborg hefur unnið báða leiki liðanna auk þess að vera tveimur stigum á undan. Óðinn Þór átti stórleik að þessu sinni, skoraði 10 mörk.

Kadetten var tveimur mörkum undir í hálfleik, 19:17.

Tryggvi Þórisson var í liði Sävehof sem vann Skjern, 34:33, á Jótlandi í síðari viðureign liðanna. Sävehof steig mikilvægt skref í átt að sæti í útsláttarkeppni sem tekur við að riðlakeppninni lokinni eftir viku.

Annað og þriðja sætið í krossspil

Liðin sem hafna í öðru og þriðja sæti mætast heima og heiman. Sem dæmi má nefna er að liðið sem verður í öðru sæti í riðli eitt mætir liðinu sem verður í þriðja sæti í riðli tvö.
Samanlagður sigurvegari fer í átta liða úrslit ásamt efstu liðunum úr riðlunum fjórum.

Úrslit leikja kvöldsins og staðan í riðlunum:


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -